Húnavaka - 01.05.1969, Síða 81
HÚNAVAKA
79
ir á Hofi um nóttina og gerði ég það. Mér er það alltaf minnisstætt
hvað Valgerður kona Jóns á Hofi (Einarsdóttir frá Bólu) var hissa
á útganginum á mér. Hún tók sokkana mína og öll mín föt og
þurrkaði og vakti við að stoppa í sokkana. Hún hlynnti að mér sem
bezt hún gat og átti ég eftir að reyna það enn betur síðar hve mikil
artar og ágætiskona hún var. Guð blessi minningu hennar.
Um nóttina birti upp með miklu frosti og lögðum við af stað
með birtu og fórum sem leið lá inn Kötlustaðahlíð að Marðarnúpi
og upp Kamb, sem kallað var. Seint gekk okkur með féð yfir fjöllin,
þó hafðist það og að Marðarnúpsseli komum við. Þar slepptum
við fénu út á flána og fórum heim í von um að fá hressingu, sem
heldur ekki brást.
I Marðarnúpsseli bjuggu þá bláfátækar manneskjur, sem svo að
segja engar eignir áttu. Þau höfðu, að mig minnir, flutzt í þetta
hreysi, vorið áður, vestan frá Gauksmýri. Þessi hjón hétu: Jóhann
Guðmundsson og Solveig. Jóhann hafði ungur verið til sjós og orð-
ið fyrir því óhappi að verða undir bát, sem verið var að bjarga
undan stórsjó og meiðast ákaflega mikið. Hann gat ekki framar
gengið uppréttur og önnur höndin var mikið bækluð. Þó var þessi
maður að reyna að bjarga sér og sínum án allra styrkja, því að slíkt
þekktist þá vart, nema sveitarstyrkur, og þeir voru ekki notaðir
nema allt annað brygðist, enda misjafnlega undir þá tekið. Marðar-
núpssel var lítilfjörlegt býli, að öðru en því, að nóg var þar land-
rými og gott. Kofarnir stóðu á melrana skammt frá djúpu gili, sem
Svínadalsá rann í. Bæjarhús voru ákaflega lítil og man ég að bað-
stofuhúsið var aðeins ein rúmlengd, og hafði verið látið í það mikið
upphækkað gólf úr timbri, til að fyrirbyggja gólfraka. Holt var und-
ir pallinn og því var þar dálítil geymsla. Framan við þennan pall
var dálítið skot, sem örlítil eldavél komst fyrir í, öðru megin við
innganginn. í þessu skoti var torfgólf. Einnig voru tveir smá
geymslukofar sinn hvoru megin við innganginn. Tvö skepnuhús
voru þar skammt frá. Örlítill túnkragi var í kringum húsin, sem
hafði ræktazt upp af skepnutaði og mig minnir að af honum fengist,
um þetta leyti, 17 hestburðir. Enga kú höfðu hjónin, en í þess stað
nokkrar geitur, fáeinar kindur og 2 hross. A þessu reyndu þau að
draga fram lífið með stuðning af veiðiskap, sumar sem vetur. Þau
urðu síðustu ábúendur í Marðarnúpsseli. Svo voru þau greiðasöm
að sannfærður er ég um að sitt síðasta hefðu þau tekið til handa