Húnavaka - 01.05.1969, Side 82
80
HÚNAVAKA
aðkomugestum. Þetta er eitt dæmi af mörgum, sem sýna við hvaða
kjör margt íslenzkt alþýðufólk lifði fyrr á tímum.
Þegar við komum heirn að bæjarkofunum, komu hjónin út og
báðu okkur að koma inn og þiggja kaffi. Við þáðum það með þökk-
um. Þegar inn kom röðuðu fullorðnu piltarnir sér á rúmin, sem
voru tvö, hvort á rnóti öðru í baðstofukytrunni, en ég tyllti mér á
gamalt koffort, er var við endann á litlu borði, sem var undir glugg-
anum milli rúmanna og þegar húsbóndinn hafði setzt líka var allt
,,pláss“ upp tekið. Nú fóru piltarnir að rabba saman, en ég sat stein-
þegjandi og varð hugsað heim að Vöglum. Ég vissi að Iienedikt var
ekki kominn heim, því að hann hafði verið í göngunum á Auðkúlu-
heiði og átti svo að hirða féð fyrir Vatnsdælinga f Kúlurétt ásamt
fleirum, sem þangað voru sendir. Nú sótti sú hugsun fast á mig að
lítið vit væri í því að hafa konuna í Vöglum lengur eina með börnin,
því að ómögulegt var að gizka á hvað þar gæti gerzt. Hvað eftir ann-
að ásetti ég mér að setja í mig kjark og biðja Bjarna foringja að
linna mig út og segja honum frá vandræðum mínum, en alltaf þeg-
ar ég vildi tala var eins og mér væri varnað máls, enda töluðu pilt-
arnir svo hratt og hátt að mér fannst vonlítið að til mín heyrðist.
Svona leið tíminn og kaffið kom með brennheitum lummum, sem
mér þóttu gómsætar, því að ég var orðinn verulega svangur, þar
sem engan mat hafði ég með mér. Afram var rabbað og enn braut ég
heilann um, hvort ekki væri rétt að reyna að tala við Bjarna. Þá
skaut upp þeirri hugsun að líklega væri bezt fyrir mig að reyna að
ná tali af Bjarna á leiðinni upp flána, þegar við færum, en þá var
eftir að vita hvort hann myndi nokkuð vilja sinna þessu. Bjarni
fór nú að sýna á sér fararsnið, en Jóhann segir að þeir verði að fá
sér meiri kaffisopa áður en jreir fari. Þá datt Bjarna það snjallræði
í hug, að bezt væri að biðja mig að fara strax af stað og reka féð
saman, en jreir hinir ætluðu að doka eftir meiru kaffi. Við þessa
málaleitan jrykknaði lieldur í mér, en samt fór ég orðalaust, tók
hest minn og reið upp á flá og dreif féð saman. Það gekk greiðlega,
því að ég var vel ríðandi og hafði góðan hund. Eftir góða stund er
allt féð komið í hnapp langt út á flá og ég liugsa ráð mitt. Eg sá
mjög eftir hvað kjarklaus ég hafði verið að hafa mig ekki upp í að
biðja Bjarna um fararleyfið. Ég var dálítið gramur við hann að hafa
endilega verið að níðast á mér með samanreksturinn á fénu og með
því haft af mér að fá fleiri lummur, sem ég hefði gjarnan Jregið.