Húnavaka - 01.05.1969, Page 85
HÚNAVAKA
83
binn ljúfmannlegi bóndi og síðar alþingismaður, Jón Jónsson. Hann
leit undrandi á mig og sagði svo með mestu hægð. Ert þú á ferð
í þessu veðri, drengur minn. Eg kvað svo vera og bar þegar upp
erindið, sem var að biðja hann að lána mér fylgdarmann að Ytri-
Löngumýri, því að nú var komin hríð og ég hafði aldrei að Löngu-
mýri komið. Jón sagði mér að koma inn og vera rólegur þar í nótt,
en ég þvertók fyrir það og sagði ég honum, að ef svo færi að ferða-
bjart yrði næsta dag, þá veitti mér ekki af tímanum til komast fram
í Stóradalsselið að sækja hrossin og komast með þau út að Litladal.
Þetta viðurkenndi Jón og sagði um leið að hann skyldi ganga inn
og vita livort hann Bjarni vildi ganga með mér yfir að Löngumýri.
Bjarni þessi var dugnaðar maður og var vinnumaður Jóns. Hann
varð síðar bóndi í Kálfárdal, Brún og síðast á Bollastöðum. Eftir
góða stuud kom Bjarni út og héldum við tafarlaust af stað út í
sortann, yfir ,,Taglið“, sem kallað er. Þegar við erum komnir dálítið
ofan á Löngumýrarflóann, rofar allt í einu til og við sjáum ljósið
á Löngumýri. Bjarni sagði Jrá við mig að nú gengi ég á ljósið,
kvaddi hann mig í skyndi og var samstundis horfinn út í náttmyrkr-
ið. Næstum strax koldimmdi aftur og hvarf mér þá ljósið. Eg hljóp
við fót og reyndi að halda sömu stefnu og eftir góða stund rak ég
mig á háan túngarð. Ég fór dálítið með garðinum Jrar til ég fann
hlið og þar stutt frá rakst ég á fjárhús. Svo fór ég að leita bæjarins
og um síðir fann ég hann og fór á glugga og bauð gott kvöld.
Hélt ég síðan til bæjardyra og beið þar. Þegar út var komið sagði
ég nafn mitt og erindi og að ég bæði um gistingu. Var því öllu vel
tekið. Á Löngumýri bjó þá, að mig minnir, Pálmi faðir Jóns, síðar
alþingismanns og bónda á Akri. Var hann þá orðinn gamall maður.
Ég var þarna í góðu yfirlæti um kvöldið. Snjónum hlóð niður, en
var ekki hvasst, fyrr en rétt eftir háttatímann þá rauk hann allt í
einu upp með stórhríð, er stóð alla þá nótt og næsta dag, en birti
upp með frosti næstu nótt. Var þá kominn mikill snjór. Nú fór ég
að tala utan að því að fá sem fyrst hestinn, sem ég var að sækja.
Eins og ég drap á hér að framan var það gamall maður, sem hafði
selt Gísla í Tungu hestinn, en Gísli var að kaupa hann fyrir annan
mann, sem ég man ekki hver var. Þessi gamli maður, sem átti hest-
inn, hét Þorlákur og kona hans hét, að mig minnir, Sigurbjörg og
voru þessi gömlu hjón í vinnumennsku hjá Pálma bónda á Ytri-
Löngumýri. Þetta voru foreldrar Sigurjóns, sem lengi bjó stórbúi á