Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 87
HÚNAVAKA
85
sem kallað er Þrívörðuás. Þá var komin sortahríð og hrossin tekin
rnjög að þreytast, því að áfanginn úr Selinu hafði orðið erfiður,
allur á fótinn og mikil ófærð.
Ég stanzaði stutta stund og hugsaði ráð mitt. Mér fannst ekki
nema um tvo kosti að velja. Annar var að snúa við og freista þess
að ná Selinu aftur — hinn var að taka veðurstöðuna, sem mér fannst
að myndi vera á hægra eyrað og stefna á svokallað Dalagil. Ég vissi
að ef mér heppnaðist að ná gilinu á réttum stað og komast ofan í
það, myndi mér vera borgið. Dalagilið er djúpt gil, syðst við enda,
Vatnsdalsfjalls, og sker hálsana alveg frá fjallinu og liggur ofan að
Vaglaánni. Þar er mjög lognasamt. Mér virtist hríðin vera norðan-
stæð og í þeirri átt var mjög vægt veður í gilinu. Bæri mig eitthvað
af leið og ég lenti of norðarlega í gilinu, gat ég lent fram af klettum.
F.kki mátti ég heldur lenda of sunnarlega, þá var hætta á að ég
lyndi alls ekki gilið og lenti frani og vestur á heiði.
Á fáum mínútum tók ég þá ákvörðun að freista þess að ná Dala-
gilinu, þar sem kölluð er Dalatunga. Þar er mjög hátt niður, en
klettalaus kafli nokkur hundruð metra langur. Ég rak hrossin af
stað með hörku og hafði ekki lengi farið, þegar ég lenti í djúpum
moldarskurði fullum af lausasnjó. Hestarnir komust yfir, en vetur-
gamla tryppið, sem var orðið mjög þreytt, sat eftir á miðjurn síðum
og fékkst ekki til að hreyfa sig. Nú voru góð ráð dýr. Stórhríðin
gnauðaði án afláts, svo að varla sáust handa skil. Ég fann strax að
eitthvert örþrifaráð yrði að taka, því að ekki vildi ég skilja við
tryppið í skaflinum. Fyrst varð mér liugsað til þeirrar hættu, sem
ég væri í ef ég missti af réttri stefnu í þessu braski. Tók ég því það
ráð að stinga prikinu, sem ég var nreð, niður í þeirri átt, sem ég
taldi mig eiga að halda í. Rak ég svo hin hrossin aftur í skurðinn,
þar sem tryppið lá og svo aftur og aftur. I.oks kom að því að trypp-
ið reyndi til að hreyfa sig — og sjáum til — það komst upp úr. Beið
ég þá ekki boðanna, heldur hélt af stað. Ekki hafði ég lengi farið
þegar annar skurður varð fyrir og fór allt á sömu leið, tryppið sat
eftir, ég notaði sömu aðferð og áfram mjakaðist hersingin. Enn kom
skurður og allt endurtók sig. Nú virtist ég alveg sloppinn við skurð-
ina og lofaði guð fyrir handleiðsluna, sem ég hafði oft áður gert
og bað hann um hjálp áfram. Og áfram dróst þessi hersing — ör-
þreytt — bæði drengur og hross. Þannig leið, að mér fannst, langur
tími.