Húnavaka - 01.05.1969, Síða 88
86
HÚNAVAKA
Allt í einu hverfa mér öll hrossin, ég reyni að átta mig á hvað
komi til, þá er eins og kippt undan mér fótum og ég lirapa lengi
á fleygiferð niður mikinn bratta og þegar ég loks stanza er ég kom-
inn til hrossanna, þar sem sum þeirra lágu í snjónum en önnur
voru staðin upp. Þarna niðri var mjög lygnt og er ég litaðist betur
um sá ég að rofaði í snarbrattan, nyrðri gilbarminn. Ég fann að
ég var úr allri hættu, tók öllu rólega, lá þarna góða stund, lét aðeins
líða úr mér og þakkaði guði hans handleiðslu. Það ótrúlega hafði
gerzt; ég kom alveg á rétta staðinn, sem ég þóttist taka stefnuna á,
það var um miðjan Dalatungusporðinn. Til hægri var klettagil,
en til vinstri stutt, djúp gilskora, sem vont var að lenda í og væri
komið enn sunnar var gilið búið og ekkert til að átta sig á.
Nú rölti ég af stað og mér til mikillar gleði sá ég að hrossin voru
öll vel göngufær eftir hrapið og ég líka, þó fann ég töluvert til, en
var hvergi brotinn. Hélt ég beina leið niður gil og þegar ég var
kominn með hrossin heim á Vaglatún, hljóp ég til bæjar, til þess
að fá Benedikt mér til hjálpar við að láta hrossin inn. Bærinn var
ólæstur og gekk ég inn í baðstofu og kasta kveðju á fólkið, en í sama
bili rís Jósefína, kona Benedikts, upp við dogg í rúminu og rekur
upp skerandi hljóð, svo bilt varð henni við að sjá þennan litla snjó-
og klakakarl. Hún hélt víst að ég væri kominn þarna afturgenginn.
Klukkan var orðin 11 að kvöldi og hafði ég verið á ferðinni sjö
og hálfan tíma frá því ég fór frá Marðarnúpsseli, eða 14 tíma frá
því ég lagði upp frá Litladal.
Nú, þegar ég er kominn fast að sjötugu og hef dálítið fylgzt með
ýmsum breytingum, verður mér hugsað til, hvort nútíma foreldrum
myndi ekki þykja nóg um ef rúmlega 15 ára drengjum þeirra væri
sagt að fara svona ferð um hávetur, aleinir og illa búnir.
— Sem betur fer tilheyrir þetta aðeins fortíðinni.
I januar 1969.