Húnavaka - 01.05.1969, Page 89
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON:
Verknámsför Hólasveina voriá
FERÐASAGA
1953
Kliikkan er þrjú. Það er aðfararnótt fimmtudagsins 4. júní.
Vekjarinn byrjar að liamast og ég hrekk upp af værum blundi,
þríf til hans í ofboði og stiiðva hann. Nú dugar ekki annað en taka
daginn snemma, því að náttstaður minn í kvöld verður í höfuðborg
landsins. í dag leggjum við Hólasveinar af stað í skemmtiför suður
á land. Eg klæðist í skyndi, og bý mig til ferðar, legg á hest minn og
ríð af stað út dalinn.
Nú byrjar senn að roða fyrir nýjum degi í austrinu og blessuð
sólin að varpa geislum sínum yfir allt lifandi og dautt. Veðrið er
dásamlegt, hægur og hlýr andvari af suðri, og brátt taka fuglarnir
að syngja um dýrð og dásemdir vorsins. Allir bæir ern í fastasvefni,
en hundarnir sofa lausar en mannfólkið og koma að mér með mikl-
um hávaða og látum.
Ég er konrinn út að Hóli á fyrri tímanum í sex. Torfi bóndi ætlar
í kaupstaðinn í dag og ég hyggst fá far með honum út að Bólstaðar-
hlíð. Hann er ekki vaknaður, en ég „banka“ upp á gluggann hjá
honum og hann losar svefninn skjótt. Hann kveðst verða ferðbúinn
eftir litla stund, svo að ég held áfram út að Steiná, því að þar ætla
ég að skilja hestinn eftir. Bráðlega kemur Torfi og við ökum sem
leið liggur niður í dalinn. Það er farið að rjúka á einstaka bæjum,
og fólkið gengur til vinnu sinnar á ný, hresst og endurnært eftir
svefninn.
Þegar við komum út að Bólstaðarhlíð fór ég úr bílnum og bíð
eftir farartækinu, sem á að bera okkur í skemmtiförinni. Þarna er
Jón Guðmundsson staddur og ætlar hann einnig að verða með í
förinni. Við bíðum alllengi þarna og bölvuðum rúmleti og óstund-