Húnavaka - 01.05.1969, Síða 90
88
HÚNAVAKA
vísi Hólasveina, sem ráðgerðu að verða staddir í Bólstaðarhlíð um
hálf átta leytið. Að lokum kom þó bíllinn, varð þá mikill fagnaðar-
fundur og við boðnir velkomnir, þegar við stígum upp í hann.
Þegar ég lít yfir hópinn, blasa við mér gamalkunnug andlit og út
úr hverjum svip skín gleði og eftirvænting yfir ferðalaginu. Það
er sungið og kveðið óspart niður Langadalinn og vísan alkunna,
Ætti ég ekki vífa val
von á þínum fundum.
Leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.
hljómar oft út um opnar bílrúðurnar.
En það eru breyttir tímar síðan þessi vísa varð til. Nú skipta
fjarlægðirnar ekki svo miklu máli, þegar fleiri dagleiðir, áður farn-
ar á hestum, taka ni'i nokkrar klukkustundir í bíl. Sarnt er það svo
að mörgum, sem fara Langadalinn í fyrsta sinni á æfinni, finnst
hann langur, jafnvel í bíl.
Við komum aðeins við á Blönduósi, og flestir okkar birgja sig
upp af sælgæti og kökum, því að okkar næsti áfangi er að Hvann-
eyri í Andakíl, og hætt er við að maginn verði farinn að segja til
sín áður en þangað er kornið.
Síðan er haldið af stað og ekið greitt vestur Húnavatnssýslur.
Fátt ber til tíðinda. Það er glatt á hjalla, því að nú er ekið yfir fagrar
og blómlegar sveitir. Þegar komið er upp á Holtavörðuheiði verður
umhverfið hrjóstrugt og ömurlegt. Snjóskaflar eru á víð og dreif,
en upp úr standa gróðursnauðir og berir melar. Ferðalangur átti
leið um hana og orti eftirfarandi:
Holtavörðuheiði er löng
heldur fáir dá ’ana.
Þar ættu að vera undirgöng,
svo enginn þyrfti að sjá hana.
Brátt fer að halla suður af, niður í Norðurárdalinn og senn opn-
ast Borgarfjörðurinn sjónum okkar, grösugur og búsældarlegur og
baðaður sólskini. Iðgræn tún og engi blasa við hvert, sem litið er.
Við ökum yfir breiðan Borgarfjörð og hugurinn reikar víða, jafnvel