Húnavaka - 01.05.1969, Side 92
90
HÚNAVAKA
Fyrst var haldið til Þingvalla og allt umhverfi þar skoðað. Næsti
viðkomustaður okkar var við nýju Sogsvirkjunina. Það er óhemju
mannvirki á nútíma mælikvarða, og heill sé þeim er frumkvæðið
áttu að í það var ráðizt, því takmarkið er: Rafmagn inn á alla byggða
bæi á íslandi. Á næsta viðkomustað, Selfossi, snæddum við hádegis-
verð.
Eftir þá viðdvöl er haldið lengra austur og ekki staðnæmzt fyrr
en á Sámsstöðunr í Fljótshlíð. Klemenz bóndi tekur á móti okkur og
gengur með okkur út í garðinn sinn fræga, segir okkur frá tilraun-
um sínum á sviði áburðar og ræktunar. Síðan göngum við með hon-
um um túnið og hann sýnir okkur fjölda tilraunareita. Var það
lræði fróðlegt og skemmtilegt. Að þessu loknu kveðjum við Klemenz
og óskum honum allra heilla í framtíðinni.
Nú er ekið til baka sömu leið og við komum. Fögur er Fljóts-
hlíðin og eigi undrar mig, þótt „Gunnar vildi heldur bíða hel, en
horfinn vera af fósturjarðarströndum“. Næst komum við að Gunn-
arsholti. Þar hefur sú nýyrkja átt sér stað að gróðurlausum og örfoka
söndum hefur verið breytt í iðgræna akra. Þeir bræðurnir, Runólfur
og Páll Sveinssynir frá Fossi, ráku þarna atkvæðamikinn búskap,
sem Páll hefur haldið áfram eftir fráfall Runólfs. Þarna er ræktað
enskt holdanautakyn, sem þeir hafa talið að eigi sér verulega fram-
tíð hér á landi. Við sáum þessa nautgripi og eru þeir mikið frá-
brugðnir íslenzkum nautgripum, þar sem þetta kyn er ræktað ein-
göngu með tilliti til kjötframleiðslu.
Þegar við erum búnir að sjá nóg í Gunnarsholti höldum við til
Hveragerðis. Þar snæðum við kvöldverð í boði Garðyrkjuskólans,
og á eftir skoðum við gróðurhúsin. Eftir þessa viðkomu er haldið
beint til Reykjavíkur.
Daginn eftir, laugardaginn, erurn við um kyrrt í Reykjavík. Skoð-
uðum við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og fórum í verzlanir.
Á sunnudagsmorgun er svo haldið norður með litlum viðkomum.
í Bólstaðarhlíð er tekin mynd at' hópnum, ásamt bílstjóranum, sem
hefur reynzt afbragðsvel.
Þessi ánægjuríka og skemmtilega ferð er á enda. Við höfum farið
víða og séð margt, sem okkur var áður ókunnugt um. Sumt höfðum
við lært um, annað heyrt af afspurn, en nú höfum við kynnzt þessu
dálítið og erum fróðari en áður.
Við höfum farið um blómlegar sveitir og héruð, en samt finnst