Húnavaka - 01.05.1969, Side 97
STEFÁN Á. JÓNSSON:
Vi&tal vih Guhbrand Isberg
fyrrvera?idi sýslumann Húnvetninga.
Hvað ert þú, Guðbrandur, fáanlegur til að segja mér um uppruna
pinn, œtt og æskuár?
Ég er fæddur að Snóksdal í Dalasýslu 28. maí 1893, þar sem for-
eldrar mínir hófu búskap á hluta jarðarinnar. Móðir mín, Guðrún,
var Gísladóttir, Þórðarsonar, bónda að Hrafnabjörgum í Hörðudal
og konu hans Arndísar Þorsteinsdóttur. Þau voru bæði Borgfirð-
ingar að ætt og uppruna. Var Gísli bróðir Bjarna Þórðarsonar á
Reykhólum, sem var þjóðkunnur maður á sínum tíma. Hann var
langafi séra Gísla Kolbeins á Melstað. Faðir minn, Magnús, var son-
ur Kristjáns, bónda og hreppstjóra að Gunnarsstöðum í Hörðudal,
Guðbrandssonar, bónda að Hólmlátri, Magnússonar bónda að Syðri-
Hraundal á Mýrum, Guðbrandssonar, bónda að Tungu í Hijrðudal.
Hann var innfluttur Húnvetningur, sonur Hannesar, prests á Staðar-
bakka, Þorlákssonar, sýslumanns í ísafjarðarsýslu, Guðbrandssonar,
sýslum. á Lækjamóti, Arngrímssonar ins lærða, er valdi Guðbrandi
syni sínum nafn frænda síns, Guðbrands Þorlákssonar, Hólabiskups.
En því hef ég rakið ættlegginn svo langt fram, að ég vildi láta koma
í ljós, hvaðan nafn mitt væri komið. Er ég 9. maður frá Arngrími
talið, en 4 þeirra hafa orðið að dragast með Guðbrands nafnið.
Þegar ég var 5 ára, var föður mínum, sem þá var fyrir 3 árum
orðinn ekkjumaður, sagt upp ábúð sinni í Snóksdal. Fluttist hann
þá, ásamt mér og Arndísi systur minni, sem var 2 árum eldri, að
Ljárskógarseli í Laxárdal, en yngri systir mín, Jensína, var í fóstri
í Lækjarskógi í Laxárdal. Þá jörð átti faðir minn, en hún var bund-
in í lífstíðarábúð, þegar hann fékk hana í arf. Veran í Ljárskógarseli
varð skammvinn. Á útmánuðum fyrsta vetrar þar, fór faðir minn í
kaupstað, lenti á heimleiðinni í blindhríð, dróst að vísu heim, en