Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 100
98
HÚNAVAKA
og lesa lög. Haustið 1917 tók ég við aukastarfi í íslenzku Stjórnar-
ráðsskrifstofunni í Kaupm.höfn, er skólabróðir minn, Kristinn Ár-
mannsson, síðar rektor, liafði haft. Þar vann ég fyrir vesælu kaupi
eftir hádegi dag hvern, 3 tíma, að mig minnir, en tímarnir urðu
anzi oft nokkuð mikið fleiri, einkum þegar leið á árið 1918 og fram
á mitt ár 1919, en þá fór ég alfarinn heim til íslands. Fyrir alla
mína yfirvinnu fékk ég, í lokin, í einu lagi kr. 100.00. Nú, maður
varð öllu feginn á þeim árum og allir urðu að spara, ekki sízt hinar
opinberu skrifstofur.
Hvað gerðir þú svo, eftir að þú kornst heim frá Kaupmannahöfn?
Er heim kom settist ég í Lagaskólann, en vann samtímis nokkra
tíma á dag hjá Eggert Claessen, hæstaréttarlögmanni. Eftir það gekk
á ýmsu með námið, en veturinn 1922—’23 las ég í Reykjavík, að
mestu utan skólans, og tók próf um vorið. Þá var ég kvæntur og var
mér þá fyrir öllu að ná prófi. Þá um haustið opnaði ég málaflutn-
ingsskrifstofu á Akureyri, en vorið eftir keypti ég jörðina Möðru-
fell í F.yjafirði af tengdaföður mínum, Jóni Jónssyni, bónda þar.
Rak ég búskap þar í 7 ár, en stundaði samtímis lögfræðistörf á Ak-
ureyri, þó lengst af án þess að hafa þar fasta skrifstofu. Fór ég til
Akureyrar venjulega tvisvar í viku, en ol'tar, ef þurfti. Var sá þeyt-
ingur, 20 km leið, anzi þreytandi, oft á tíðum, en það tók ég mér
ekki til. Um vorið 1931, er landbúnaðurinn stóð höllustum fæti,
vegna kauphækkunarinnar 1927, samfara sílækkandi afurðavöru
bænda, hætti ég búskap í Möðrufelli, en byggði mági mínum jörð-
ina, ásamt 10 kúm, en nokkrar átti ég eftir og flutti ég með þær á
nýbýlið Litla-Hvamm, sem liggur að Akureyrarlandi að sunnan.
Þar settist ég að með fjölskyldu mína og rak þar áfram smábúskap,
en gerðist jafnframt fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, í stað Jóns,
sonar hans, er þá fékk veitingu fyrir sýslum.embættinu í Stykkis-
hólmi.
Þú varst þingmaður Akureyrar um árahil. Hvað um þann kafla
œvi þinnar?
Sumarið 1931 fóru fram kosningar til Alþingis, sama árið sem ég
flutti að Litla-Hvammi. Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að ákveða fram-
boð af sinni hálfu og var um nokkra menn að velja, en samkomulag
náðist ekki um neinn þeirra. Þá var komið til mín og leitað eftir
því, hvort ég mundi vera fáanlegur í framboð fyrir flokkinn, ef
samkomulag næðist um jrað að stilla ntér upp. Mér hafði ekki komið