Húnavaka - 01.05.1969, Side 101
HÚNAVAKA
99
neitt slíkt til hugar, en féllst á að gefa kost á mér, ef öruggt sam-
komulag næðist um það. Allir vissu að ég var ákveðinn flokksmaður
og ekki líklegur til að hvika frá sannfæringu minni. Hinsvegar hafði
ég fram að þessu ekkert gefið mig opinberlega að stjórnmálum, svo
að teljandi væri, og var þess vegna sem óskrifað blað á því sviði.
Ef til vill hefir það einmitt verið það, sem reið baggamuninn. Menn
höfðu ekki neitt sérstakt að skamma mig fyrir. Kosningin var fjór-
skipt, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk langflest atkvæði. Hvernig sem
á því stóð, fékk Sjálfstæðisflokkurinn þau þrjú skipti, sem ég var
í kjöri, fleiri atkvæði, en hann, strangt tekið, gat reiknað sér, og
þegar ég dró mig í lilé 1937, tapaði flokkurinn um það bil hundrað
atkvæðum. Hvort það voru allt óflokksráðin atkvæði, skal ég engum
getum að leiða.
Lang-þýðingarmesta málið, sem ég flutti á Alþingi fyrir Akur-
eyringa var frumvarp til laga um virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu.
Fjárhagur ríkisins var Iiáskalega erfiður á jreim árum og gerði það
alit erfiðara að fá ábyrgð ríkissjóðs á háum lánum. Framsóknar-
flokkurinn, sem þá var við völd, ásamt Alþýðuflokknum, var ekki
andsnúinn málinu, svo langt senr hann taldi fært að fara fjárhagsins
vegna, sem hann taldi sig eðlilega bera ábvrgð á öðrum fremur.
Tveir framsóknar þingmenn, þeir Bernharð Stefánsson, þm. Eyfirð-
inga og Ingólfur Bjarnarson í Fjósatungu, sem ég leitaði sérstaklega
samstarfs við í herbúðum stjórnarliðsins, voru málinu hlynntir,
enda snerti það kjördæmi beggja. Með aðstoð þeirra og annarra
góðra manna, komst rnálið í gegnum þingið og var staðfest sem lög,
og þótti það talsverður sigur, enda þótt fjárframlög og ábyrgðir
yrðu að bíða um sinn. Síðar greiddist úr þeim málum, eftir að ég
var kominn af þingi.
Þau ár, sem ég sat á þingi (1931—-1937) voru mikil átök á þingi
og að nokkru riðlun flokka, þegar Bændaflokkurinn klauf sig úr
Framsóknarflokknum og myndaði nýjan flokk, sem hann að tals-
verðu leyti náði frá Sjálfstæðisflokknum. Mér fannst vera allt of
mikil harka í stjórnmálunum, og mikil flokkatogstreita, sem ekki
tók, að mér fannst, nægilegt tillit til alþjóðar hags. í þeim buslu-
gangi fóru veruleg verðmæti forgörðum, alveg að óþörfu. Átti þetta
einkum við á tímabilinu 1934—1937. Ég vil komast hjá að sneiða
að látnum mönnum og fer því ekki lengra út í það mál. Þó mætti
mér e. t. v. leyfast að segja, að á Alþingi sat þá einn maður í liði