Húnavaka - 01.05.1969, Síða 102
100
H «JN AVAKA
stjórnarflokkanna, sem tók öðrum fram um tillitsleysi og óheflaða
framkomu gagnvart stjórnarandstöðunni. Var þar þó um gáfaðan
og menntaðan mann að ræða, sem hefði átt að kunna sér hóf. Sem
dæmi vil ég nefna, að eitt sinn fylgdi hann frumvarpi úr lilaði með
stuttri ræðu og gat þess í lok ræðunnar, að stjórnarflokkarnir hefðu
komið sér saman um að samþykkja frumvarpið. I’etta hefði nú vel
inátt duga, því að stjórnarandstöðunni var vel ljóst, að stjórnarliðið
gat komið fram, hverju sem það vildi. En ræðumaður gat ekki setið
á strák sínum. Honum fannst hann þurfa að nota tækifærið til að
gefa andstæðingunum olnbogaskot og auðmýkja þá, með því að
benda þeim á vanmátt þeirra. ()g það gerði hann með þessum orð-
um: „Og svo getur stjórnarandstaðan sagt um málið hvað sem ht'in
vill.“ Síðan undirstrikaði hann þetta, með því að strunsa burt úr
þingsalnum. Þetta var að kasta hanzkanum. Og Sjálfstæðismenn
tóku hann upp, á þann eina hátt, sem þeim stóð opinn. Þeir ákváðu
Jjegar í stað að „þæfa“ málið fyrir framsögumanni. Snallasti þófari
þingsins ks addi sér þegar hljóðs og síðan hver Sjálfstæðismaðurinn
af öðrum. J. Jós. hóf fyrstur rnáls og fór að öllu rólega. F.r ræða hans
hafði staðið í nálega 2 tíma, reis forseti úr sæti sínu og benti honum
á, að hann virtist vera kominn út fyrir efni þess máls, er væri til
umræðu. Ræðumaður tók áminningu forseta með fyllstu kurteisi,
eins og vera bar, og lofaði að taka ábendingu hans til greina, „enda
vœri hann nú alveg að kotna að efninnHélt hann svo áfram ræðu
sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Málið var þæft eina 3 daga, að
mig minnir. Fréttir höfðum við af því, að framsögumaður liefði
gengið í skrokk á forseta (J. B.) og heimtað með frekju að hann
skæri umræðurnar niður. En forseta var ljóst, hver ástæðan var til
málþófsins, og framsögumaður í lok ræðu sinnar beinlínis gefið
stjórnarandstöðunni af sinni hendi alveg sérstakt umboð til að ræða
málið, og sæti því sízt á honum að kvarta. Að sjálfsögðu er málþóf
sem þetta óheppilegt og óviðeigandi, almennt séð, en hvað skal segja,
þegar því er beitt, sem svari við ósvífinni áreitni. Svipuðu tilfelli
sem þessu man ég ekki eftir, þann tíma, sem ég átti eftir að sitja á
Alþingi. Óvenjtdeg óhlífni þessa umrædda þingmanns, framsögu-
mannsins, kom oftar í ljós á áberandi hátt. Fyrir þinginu 1936 lá
stjórnarfrumvarp um „erfðaábúð og óðalsrétt." Var það látið koma
í stað frumvarps, sem Jón á Reynistað flutti um ,,óðalsrétt“, en sem
var miklu fyllra. Fingraför Jafnaðarmanna voru auðsæ á þessu frum-