Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 104
102
HÚNAVAKA
ég um það og var veitt það 8. október, en var settur í það 4 dögum
áður. Sem skrifara réð ég Jónas B. Bjarnason, sem hafði gegnt því
starfi tímum saman. Fékk ég Jónas settan þá tíma, er ég þurfti að
sitja á Alþiugi. En þó að Jónas væri vanur, gætinn og góður skrif-
stofumaður, var vitanlega margt, sem ekki var hægt að ætla honunr
að afgreiða, og því erfiðara varð það eftir því, sem lengra leið og
störfin jukust, svo að segja ár frá ári, því að miklu var ungað út af
lögum á þeim árum, og alls konar reglugerðum. í leiguherbergi
mínu í Reykjavík hafði ég eins konar skrifstofu, með ritvél og öðru
tilheyrandi, til þess að geta afgreitt mál þar eftir hendinni, er mér
voru send að heiman, eða send mér beint frá skrifstofum i Reykja-
vík. F.n þetta var þó ekki nægilegt. Þegar ég kom heim á vorin, lágu
fyrir bunkar af alls konar málum og erindum, er biðu afgreiðslu
og auk þess hófst þá mesti annatími ársins, sem var undirbúningur
manntalsþinganna. Vann ég þá oft á skrifstofunni svo vikum skipti,
frá kl. 7 á morgnana til kl. 11 — 12 á kvöldin. Að lokum rak að því,
að ég hætti að geta sofið og þá varð ég að slaka á. Þetta, ásamt fleiru,
rak á eftir, að ég hætti alveg þingmennsku. \hð héraðið og héraðs-
búa féll mér ágætlega. \htanlega var mér vel ljóst að héraðsbúar
höfðu sína kosti og galla, eins og annað fólk, en kostirnir voru miklu
meira áberandi. Himvetningar eru yfirleitt gTeindir menn og dag-
farsprúðir, alveg lausir við allau oflátungshátt, en það var mér mjög
að skapi. Þeir eru þéttir fyrir og engir veifiskatar, en góðir vinir
vina sinna. Það er haft eftir Jónasi frá Hriflu, og mun vera satt, að
hann hafi látið svo um mælt, að hann hefði aldrei fyrir hitt heimsk-
an Húnvetning. Var þó nokkur hætta á, að slík yfirlýsing væri ekki
vel þegin í öllum héruðum landsins, og því dálítið athugaverð, gef-
in af stjórnmálamanni, sem taka þurfti jafnt tillit til allra héraða
landsins. Þrátt fyrir jsað, að ég er að eðlisfari ómannblendinn, frem-
nr seinn til kynningar og laus við alla samkomugleði, hefi ég eignazt
marga ágæta vini í Húnavatnssýslum báðum, og ekki síður í Vestur-
Hi'mavatnssýslu. Sumum þessara vina minna hefi ég orðið að sjá
á bak, sumra á miðjum aldri, og saknað þeirra rnjög, enda þótt ég
treysti því sem fullri vissu, að ég eigi eftir að bitta þá aftur, þegar
mitt kall kemur. Eitt var það, sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu, er
ég kom hingað í héraðið. A aldrinum 6—10 ára, dvaldi ég á prests-
setri, og var það vandlega barið inn í mig að gleyma því ekki að
þéra prestinn og frú lians, og raunar að þéra allt ókunnugt fólk.