Húnavaka - 01.05.1969, Síða 106
104
HÚNAVAKA
verksmiðja með tilheyrandi, en hi'in var byggð af ríkinu. Mesta
átakið var að koma upp myndarlegu sjúkrahúsi á Blönduósi. Hér-
aðslæknirinn, Páll Kolka, hafði aðallorgönguna í ]jví máli, gerði
uppdrátt af sjúkrahúsinu eins og hann vildi hafa það og var sá upp-
dráttur útfærður af arkitekt án nokkurra verulegra breytinga. Ýms-
um ])ótti í of mikið ráðizt, kostnaðarins vegna, enda fyrir lram vitað,
að húsið mundi kosta margar milljónir, uppkomið, með búnaði og
áhiildum. Skal engum láð, þó að honum þætti í mikið ráðizt, af
ekki ljársterkari aðila. Sýslunefnd A.-Hún. var nógu bjartsvn, til
þess að samþykkja að leggja í bygginguna, enda var þörfin aðkall-
andi. Erliðast var að fást við heilbrigðisylirvöld ríkisins. báverandi
landlæknir, Vihnundur Jónsson, taldi fyrirhugaða byggingu helnt-
ingi of stóra og neitaði að samþykkja hana. Þá tóku Húnvetningar
til sinna ráða og byggðu húsið, án fyrirfram samþykkis. Af þessum
sökutn gekk í miklum brösum að fá greitt tilskilið sjúkrahúss-bygg-
ingarframlag frá ríkinu. Smátt og smátt tókst ])ó að nudda fram-
lagið út, en það kostaði margar ferðir til Rvíkur, og mörg orð. í
síðustu ferð minni suður í þessum erindum, sat ég yfir Vilmundi
í heila viku, og kom okkur þá að lokum það vel saman að ég fékk
300 þús. krónur með heim. Eftir það kom landlæknir og skoðaði
spítalann, fullgerðan að mestu, og hafði ekkert út á hann að setja
annað en það, að liann væri allt of stór. Við það situr enn í dag.
En skýst þó skýrir séu. Nú þegar er spítalinn að verða of lítill, enda
að vísu gamalmennahæli að öðrum þræði, þó að það megi víst ekki
heita svo opinberlega. Síðan hafa svo A.-Húnvetningar bætt \ ið Fé-
lagsheimili sínu, mjög myndarlegri og dýrri byggingu, en þar hefi
ég nær ekki komið við sögu, heldur aðrir, sem orðið hafa að bera
hita og þunga dagsins af þeim framkvæmdum, því að einnig þar
er hið opinbera langt á eftir með sitt framlag og ]tað í miklu ríkara
mæli, en til sjúkrahússins.
Þú hefir gaman af hestum. t'arsl það ekhi pú, sem gekkst fyrir
stofnun Hestamannafélagsins „Neisti“ og byggingu tamningastöðvar
á Blönduósi á vegum þess?
Ég hefi alla tíð haft yndi af hestum og lít á þá sem fegurstu og
göfugustu dýr jarðarinnar. Síðan ég kom í Húnavatnssýsluna, liafa
lirossin verið mitt ,,Hobby“ — mitt tómstundagaman — og svo er
enn. Það er rétt að ég gekkst fyrir stofnun hestamannafélagsins okk-
ar 1943 og hefi verið formaður ])ess síðan, þó að ætlun mín væri