Húnavaka - 01.05.1969, Síða 107
HÚNAVAKA
105
frá byrjun að koma stjórn félagsins í annarra hendur, sem hefðu
hetri tíma og aðstöðu. Eg skal ekki fara hér inn á starfsemi „Neista“,
en aðeins geta Jress út af íramborinni spurningu, varðandi hyggingu
tamningastöðvarinnar, að þar átti ég lítið eða ekki meiri hlut að en
ýmsir aðrir féiagsmenn, og raunar miklu minni, að Jní er snerti
framkvæmd verksins.
Þú hefir liklegu verið lalsvert hneigðin fyrir búskap?
Já, Þegar ég var drengur, dreymdi mig um að verða stórhóndi í
sveit og eiga fjölda fjár og hrossa. En ábúðarjörðin þurfti helzt að
vera í Húnavatnssýslu, þvi að það hafði mér verið sagt, að þar yxu
hrossin upp sjálfala og Jryrfti sama og ekkert fyrir þeim að hafa.
Bóndinn var mjög ofarlega í minni skapgerð, enda af bændum kom-
inn, svo langt, sem rakið verður, enda Jrótt sumir ættfeður mínir
hefðu einnig annað starf með höndum, samhliða húskapnum. Ég
fékk hragð af húskap í 7 erfið búskaparár, en hjó Jrá aðallega við
kýr, sem ég hafði miklu minni áhuga fyrir, en reyndust miklu
drýgri fyrir húreksturinn. Er ég svo kom í Húnavatnssýsluna, lang-
aði mig til að leggja mig eftir reiðhestarækt, en fékk að reyna, hve
erfitt þar er úr að vinna óræktuðum efnivið. Um 10 ára skeið hélt
ég mig við Hindisvíkurkynið, óblandað og hlandað. Fékk upp
nokkra hesta, fagra og sæmilega viljuga, en svo ganggrófa, að ekki
varð við unað. Þá hætti ég við ræktun Jressa kyns og reyndi að afla
mér annars efniviðar, og þá gekk heldur skár. Nokkra góðhesta hefi
ég getað alið upp, Jrar af tvo til eigin notkunar, en eyðilagði ]:>á, því
miður, af „hrúkunarleysi." Einn hestur frá mér var seldur í V.-Hún.,
og var talinn Jrar, a. m. k. um tíma, hezti hestur sýslunnar. Annan
seldi ég, ótaminn, vestur í Norðurfjörð á Ströndum. Hann reyndist
gæðingur, en fjörið óþarflega mikið. Mesta stóðhónda sýslunnar,
I.árusi í Grímstungu, seldi ég ótaminn fola sem reyndist gæðingur,
og var spari-reiðhestur Lárusar í mörg ár. Þótti mér það skemmtileg
tilviljun, að Lárus skyldi sækja reiðhest til mín. Eleiri elni hefi ég
alið upp, en læt hér við staðar numið.
Viltu taka eitthvað fram frekar í lok pessa spjalls okkar?
Já. Nú þegar ég er að verða 76 ára og lít til baka yfir farinn veg,
er hugur minn fullur þakklætis. Þrátt fyrir skort foreldra umsjár,
og erfiðleika í æsku, og fjárhagsörðugleika fullorðinsáranna, hefir
lífið veitt mér mikla hamingju. Ber Jrar fyrst að telja ástríka eigin-
konu og vel gefin hörn, samhent innhyrðis, sem vilja öll bera mig á