Húnavaka - 01.05.1969, Page 108
106
HÚNAVAKA
höndum sér. Og hinu sama á ég að mæta hjá tengdabörnum og
barnabörnum, svo sem þau hafa þroska til. Konu mína, Arnínu H.
Jónsdóttur, missti ég 1941, þá á miðjum aldri, frá 8 börnum okkar,
4—16 ára. hað var mér mjög mikið áfall, það eina verulega áfall, sem
ég hefi orðið fyrir í lífinu. Hún var mér frábær lífsförunautur, ástrík
móðir og mikil húsmóðir. Auk þess var hún ein af þeim allt of fáu
einstaklingum, sem samfara góðri greind, fá í vöggugjöf svo bjarta
og glaða lund, að öllum, sem kynnast jreim, líður vel í návist þeirra.
Ég er þakklátur lífinu, fyrir að hafa fengið að njóta Jæss svo lengi
og að vera enn við fulla heilsu að kalla. Og ég er innilega þakklátur
öllum samferðamönnunum, sem ég heli mætt og bundið tryggð við
á lífsleiðinni, í Reykjavík, í Eyjafirði og á Akureyri á sínum tíma,
og nú síðast í Húnavatnssýslu í nærfellt 40 ár. Já, Jrað er mikil ham-
ingja að hafa fengið að lifa Jretta allt. Og hví skyldi maður þá ekki
vera glaður, — og halda áfram að vera Jrað.