Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 109
KRISTÍN SIGVALDADÓTTIR:
Feré á kvenfélagsfund
Það var sunnudagur um miðjan janúar 1931. í dag á að vera
kvenfélagsfundur vestur á Eyvindarstöðum. Ósk Gísladóttir hús-
freyja þar, liefur boðið okkur að hafa fund hjá sér, Jró að hún sé
ekki í félaginu, en Guðlaug tengdadóttir hennar er þar, og hún er
ein lélagskonan. Maður hlakkar óvanalega mikið til, jiví að Jrað er
komið útvarp Jrangað. Þorsteinn, sem Jiá er af öllum kallaður Steini
á Eyvindarstöðum, er nýbúinn að fá það, og maður á nú í fyrsta
sinn að heyra í þessu undratæki og sjá það.
Við erurn fjórar, kvenfélagskonurnar, sem leggjum upp frá
Skeggsstöðum, mæðgurnar frá Gili, Elísabet og Bogga, Lalla á
Rotnastöðum og ég. Arni Jónasson er fylgdarmaður þeirra og eru
Jiau öll gangandi. Eg hef fylgd og hest vestur á hálsinn. Það er látið
heldur illa af færðinni, og Jrar sem ég hef liðagigt í fótunum, vill
pabbi ekki láta mig ganga alla leið. Það er þykkt loft og hvergi sést
til fjallanna, en hríðarlaust.
Við höldum fram og upp sundin, og þar er talsvert hált. En á
há-hálsinum er rnikið meiri snjór, Jrar er logn, en drífu fáum við
á okkur þar. Ég sit á hestinum og hef það gott, ungu stúlkunum
hitnar á göngunni og losa um trefla, sem þær hafa yfir sér. Ekki er
hægt að sjá að Elísabet taki neitt nærri sér, og Jregar ég býð henni
hestinn er ekki við Jrað komandi að hún þiggi hann. A brúnunum,
miðja vegu rnilli Brandsstaða og Austurhlíðar, sleppi ég hestinum,
og er farið með hann heim, en við þessi fimm höldum áfram snið-
hallt suður og ofan brekkurnar í stefnu á Austurhlíð. Ég hef hvorki
fyrr né síðar farið þarna um, en rnikið fannst mér vont að ganga
Jiar allar lautir fullar af fönn, en rindana á milli þeirra fljúgandi í
hálku. Svo höfðurn við bezta færi, þegar ofan í dalinn kom, nema
hvað hálkan var mikil.