Húnavaka - 01.05.1969, Page 110
HÚNAVAKA
108
Vel var tekið á móti okkur á Eyvindarstöðum, og stuttu á eftir
okkur kom annar hópur af Svartdælingum, sem hafði farið frá
Bergsstöðum og framar yfir hálsinn. Einnig var þarna fólk frá flest-
um bæjum í Blöndudal, svo að gestirnir voru nær tuttugu. Gerði
þá dimmt él, og var um stund ekki uppbirtilegt. Sagði þá einhver
í gamni að líklega losnaði Osk ekki við okkur fyrr en eftir viku, og
mundi þá verða farið að sneiðast um í búrinu hjá henni. En hún
svaraði af sínum vanalega rausnarskap, að hún teldi illa lagt til
þess heimilis, sem nokkur þurrð sæist á með vistir, þó að slíkt kæmi
fyrir á þessum tíma árs.
Eftir að hafa þegið ágætar veitingar var fundur settur, en oft
þurfti að gera fundarhlé, Jrví fátt vildi maður láta fara fram hjá
sér, sem útvarpað var. Fyrst var hlýtt á messu úr fríkirkjunni, sr.
Arni Sigurðsson predikaði. Alveg fannst mér það ævintýri að geta
heyrt svona vel frá Reykjavík. Svo kom barnatími, fréttir, erindi
hjá Einari H. Kvaran, var Jrað fyrri hluti, upplestur Halldórs Kilj-
ans Laxness, einsöngur Hreins Pálssonar, að ógleymdum öllum
hljómleikunum. Ég man hve Gísli Pálmason á Bergsstöðum var hrif-
inn af ítölsku lagi, sem leikið var, að mig minnir, á fiðlu. Og alltaf
sat Steini við tækið að stemma það og stilla. Já, hann var sannarlega
ekki öfundsverður. Svo þurfti nú oft að drekka kaffi og á meðan
spjallað ýmislegt sér til gamans.
Enda var klukkan farin að ganga tvö um nóttina, þegar loks var
farið að hugsa til heimferðar. Bogga og Lalla hijfðu alltaf ætlað sér
að gista, eu við Elísabet vorum ákveðnar í að fara heim, þó að okk-
ur væri margboðið að vera nóttina. Veðrið var líkt og um daginn,
en nú var dimmt af nótt. Við vorum Blöndudalsfólkinu samferða
fyrst af stað, en það var flest ríðandi, svo að fljótt dró í sundur, en
auðheyrt var að það kenndi í brjósti um okkur að leggja á hálsinn.
Guðrún í Austurhlíð var gangandi, og skildum við ekki við hana
lyrr en heima hjá henni. Hún vildi vekja mann sinn, og láta hann
fylgja okkur, Jrví að hún taldi Jxað víst að hríð væri á hálsinum og
að Árni yrði úrræðalitill ef að vanda bæri að höndum.
Við afþökkuðum hennar góða boð, kvöddum hana og héldunr
áfram út dalinn, og ætluðum upp Brandsstaðasneiðing. Á leiðinni
vorum við að tala um hve skemmtilegt það væri að hafa útvarp, en
óþægilegt yrði að fá hleðslu á sýrugeymiun, af því að engin rafstöð
var Jrá hérna í sveitinni. Kom ég þá með uppástungu að hafa útvarp-