Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 111
HÚNAVAKA
109
ið bara til hátíðabrigða á sunnudögum, en Elísabet hélt að manni
nægði það ekki. Líklega myndi okkur langa til að heyra framhaldið
af erindinu hans Einars H. Kvaran. Ég sá að það var rétt, að maður
myndi vilja njóta þess eins og annarra heimsgæða, ef völ væri á
því, og hefur líklega flestum farið svo.
Þegar við gengum upp fyrir sunnan Brandsstaðabæinn höfðum
við orð á því að eitthvað segði Guðrún, ef hún kæmi út og vissi
um allt þetta ferðalag á okkur. En sjálfsagt hefur hún sofið vært.
Oft hafði ég áður gengið þarna upp, en aldrei fundizt það eins
erfitt, sérstaklega eftir því, sem ofar dró. Það var rnikil skafhríð,
beint í fangið á manni. Eann ég að ég tafði fyrir Elísabetu, því að
Arni tók forustuna um stund, en upp komst ég þó, móð og másandi.
Ekki veit ég hvað Elísabet hefur hugsað, en mér fannst útlitið
allt annað en fallegt. Afram héldum við þó, þegar ég hafði blásið
mæðinni og vorum liinar hressustu. Þegar kom upp á hálsinn
lygndi og hætti að hríða. Fannst okkur heldur birta yfir, þó að
hvergi sæist til lofts. En fegin var ég þegar við beygðum fyrir fells-
endann og ég komst í heimahagana, þar sem ég þekkti hvert leiti
og stein, sem upp úr snjónum stóð, frá bernsku- og æskudögum.
Allt í einu sáum við ljós. Vissum við að það var í stofunni á Fjós-
um, og logaði við líkbörur Þorsteins, bróður Hjálmars, sem látinn
var fyrir nokkrum dögum. Þetta snart mig dálítið ónotalega. Má
vera að sár mín hafi ekki verið að fullu gróin eftir hin tíðu dauðs-
föll, sem orðið höfðu á heimili mínu um nokkurt árabil, þó að hlé
Iiefði á orðið um tíma. Ég sagði eitthvað á þá leið að stutt væri oft
bilið milli gleði og alvöru liér í heimi.
Mínar beztu fræðslustundir hafa verið að heyra reyndar og grein-
argóðar konur ræða sín alvöru- og áhugamál. \7ið, sem J^ekkjum
Elísabetu, vitum að eilífðarmálin eru henni það hvorutveggja, enda
hófst nú sá þáttur samtals okkar, sem ntér verður minnisstæður.
Mér fannst, þar sem við gengum lilið við hlið í næturhúminu, sem
hugir okkar mættust. Eg býst við að af tvennum ástæðum höfum
við verið hrifnæmari en vanalega. Við höfðum hlustað á erindi um
kvöldið, sem vakið hafði hugsun okkar og skilning, og sameiginlega
höfðum við reynt krafta okkar á Jressu ferðalagi. Mér fannst spöl-
urinn, sem þá var eftir, heim að bænum, alltof stuttur. Mig langaði
til að ræða þessi mál mikið lengur við Elísabetu. Ég stóð í dyrunum
og horfði á eftir henni, J^angað til hún hvarf mér út i sortann. Hún