Húnavaka - 01.05.1969, Page 113
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakaupstað:
eynsla sjómannsins
Atburður, sem skeði fyrir 10 árum er mér í fersku minni. Það
var árið 1952, ég vann þá hjá útlenda setuliðinu á Keflavíkurflug-
velli. Á sunnudegi — en þá var frídagur — gekk ég inn í kaffisölu-
hús á Vatnsnesinu til að kaupa mér kaffi. Borð voru Jrar mörg inni,
ætluð 2—4 mönnum að sitja og drekka við, en kaffi framborið eftir
pöntun. Þarna var fátt fólk inni. Við lítið borð sat aldraður maður;
veitti ég honum enga athygli. En er ég hugðist fá mér sæti, benti
hann mér. Ég skyldi fá mér sæti við sama borð, gegnt sér, „því
skemmtun er manni manni að“, varð honum að orði. Settist ég
við borðið og Jiangað var mér fært kaffi. Ég virti borðfélaga minn
fljótlega fyrir mér — roskinn maður, hár vexti og þrekinn, vel vax-
inn, virtist hafa „krafta í kögglum“, hár farið að Jrynnast og grána,
greindarlegur og góðlegur, málrómur þróttmikill. Samtal okkar
hófst um daginn og veginn, svo sem komizt var að orði í gamla
daga, hvorugur spurði hinn að heiti. Hann sagði: „Ég hefi verið
sjómaður frá barnæsku, en nú er ég farinn að slappa af, vinn við
að byggja mér og kerlingu minni hús, Jiar sem við getum notið
rósemdar í ellinni, við erum bæði heilsugóð, börn okkar löngu flog-
in frá hreiðrinu." Nú tók hann upp tóbakspontu sína og gerði
henni góð sk.il. „Já, sjórinn, hann var mér ávallt kær, og hann
kenndi mér Jrá lexíu, sem ég gleymi aldrei.“ Ég svaraði, hvatskeyt-
lega: „Lexíu, segir þú, hvernig er sú lexía?“ Hann þagði stundar-
korn, virti mig fyrir sér, eins og hann hugleiddi hvort haun ætti
að segja mér meir, og sagði, að virtist fremur við sjálfan sig en mig:
„Þeir hlæja bara að þessu, sumir hverjir.“ Nú tók hann til máls:
„Ég var formaður á árabát, 6 manna fari, vorum 6 á bátnum. Við
fengum eitt sinn voða veður bér norðaustur á flóanum. Brátt feng-
um við á okkur sjó. Ég hrópaði gegnum veður- og brimgnýinn:
„Ausið." Samstundis voru fötur, austurtrog o. fl. tekið, ausið af