Húnavaka - 01.05.1969, Page 114
112
HÚNAVAKA
kappi, enda valinn maður í hverju rúmi. F.n er báturinn var nærri
þurrausinn tók sig upp ölduhnútur, fast við borðstokkinn, sem
hvolfdist yfir okkur og nær þóftufyllti bátinn, og nú jusu hásetar
upp á líf og dauða. Nú var mér augljóst að vísast var að okkar biði
hér vot gröf. Sem örskot gagntók sú hugsun vitund mína, að þessir
menn, sem áttu konur og ung börn og aldrað skyldulið, raundu ei
lengur veita þeim forsjá. Kvöl mín var vissulega mikil, mér fannst
ég vera hinn seki, þar sem ég gat ekki varið bátinn. Með hendur um
stýrissveifina kraup ég niður í sjófylltan bátinn og bað: Hjálpaðu
mér, Drottinn, að koma þessum mönnum heilum á land! Bæn mín
hefur vart varað hálfa mínútu. Ég stóð aftur upp, rólegur innra með
mér og nú lullviss um bænheyrslu. Veðurofsinn og sædrifið virtist
sama og áður. Æðandi, freyðandi holskeflur voru hvarvetna og
virtust koma að hvaðanæfa. — Og bátskelin mín! — F.n brátt veitti
ég eftirtekt breytingu, sem ég á engin orð til að lýsa, þannig að vissa
sé fyrir að þú eða aðrir trúi orðum mínum. F.n í sem fæstum orðum
sagt: þá trylltar sævarhrannirnar nálguðust bátinn, þá misstu þær
kraftinn, báturinn sigldi nú hraðbyri eftir lægð, sem aldrei braut
á og nokkru síðar stigum við allir heilir á land.“ — Fráscign hans
var lokið.
Hann stóð upp af stólnum, lagði kraftalegar hendur á borðplöt-
una, draup höfði, mælti með auðmjúkri og mildri rödd: „Já, þannig
er Drottinn, ef við treystum honuin, ung og aldin, hvort við erum
stödd á sjc') eða landi.“
F.r hann rétti sig upp sá ég tár í augum hans.