Húnavaka - 01.05.1969, Page 115
BJARNI JÓNASSON, Eyjólfsstöðum:
Kvöldstund vih Pingeyrakirkju
I>að var fimmtudaginn 11. ágúst 1966, að vinir mínir, hjón frá
Reykjavík, voru stödd hér heima á Eyjólfsstöðum og höfðu dvalizt
hjá okkur hjónunum í nokkra daga. Hjón þessi höfðu haft orð á
)dví, að þau hefðu áhuga á því að sjá Þingeyrakirkju og að þau vildu
gjarnan koma því í framkvæmd í þessari ferð.
Þennan dag, 11. ágúst, var veður mjög gott, glaða sólskin og
lúti allan daginn og blakti ekki hár á höfði. Okkur kom því saman
um að þetta kvöld væri alveg tilvalið, til að skreppa út að Þingeyr-
um og skoða kirkjuna og njóta um leið, þeirrar unaðslegu náttúru-
fegurðar, sem er á Þingeyrum á kyrrum og björtum sumarkvöldum.
Kl. um 9 um kvöldið lögðum við af stað frá Eyjólfsstöðum — fimm
saman í bíl — og gekk ferðin bæði fljótt og vel lyrir sig og komum
við að Þingeyrum rétt fyrir kl. 10.
Eftir að hafa notið ágætrar fyrirgreiðslu Jóns S. Pálmasonar, sem
sýndi okkur kirkjuna og þá dýrgripi, sem í henni eru og einnig
frætt okkur um sögu kirkjunnar, stönzuðum við litla stund úti, til
að njóta kvöldfegurðarinnar í góða veðrinu. Ég veit fyrir víst, að
okkur öllum, sem þarna vorum stödd, verður ógleymanleg öll sú
náttúrufegurð, sem þarna blasti við augum. Hvergi sást ský á himni
og skyggni var eins gott og frekast varð á kosið, bæði til hafs og
heiða. Sólin var komin niður undir hafflötinn og kastaði rauðum
bjarma á nes og voga. Strandafjöllin voru böðuð í kvöldsólargeislum
og allt norðurloftið var ein roðaglóð, en inn til dala og heiða var
himininn fagurblár, og fjöll og jöklar skutu kollinum upp í himin-
blámann.
Ég hafði oft komið að Þingeyrum og taldi mig allkunnugan þar,
en þó hafði ég aldrei gert mér fulla grein fyrir því að önnur eins
náttúrufegurð væri þar og ég sá þetta kvöld — enda tæplega verið
þar staddur í eins yndislegu veðri og var þetta kvöld.
8