Húnavaka - 01.05.1969, Side 117
Ornefnapáttur
Bœnhúsbakki.
Á litlum hól skammt fyrir utan og neðan bæinn á Skeggsstöðum
stóð bænhús eða hálfkirkja fyrr á tímum. Bæjarlækurinn fellur þar
rétt norðan við í alldjúpu gili, og er auðséð að syðri bakkinn hefur
grafizt mikið af læknum. Grafreitur hefur verið þarna á hólnum,
og var ekki óalgengt, hér áður, að mannabein kæmu út úr lækjar-
bakkanum. I seinni tíð hefur það ekki komið fyrir, enda bakkinn
tekinn mjög að gróa.
Eitt sinn, á síðari hluta 19. aldar, dreymdi húsfreyjuna á Skeggs-
stöðum að til hennar kæmi kona, sem bað hana að aðgæta hvað
börnin hennar hefðu að leikfangi, og láta þau ekki vera með J:>að.
En húsfreyjan átti börn ung að árum. Hún innti nú börnin eftir
þessu, og sögðust þau hafa fundið einkennilegan hlut í lækjargilinu,
sem að helzt líktist potti. Kom Jrá í ljós að börnin höfðu fundið
hauskúpu af manni.
A fyrstu búskaparárum Sigvalda Björnssonar á Skeggsstöðum, upp
úr síðustu aldamótum, kom lærleggur af manni út úr lækjarbakk-
anum. Einn heimamanna, Benedikt Benjamínsson, tók legginn,
stakk honum undir höfðalag sitt, og vildi freista þess, hvort hann
dreymdi ekki eitthvað markvert. Lá leggurinn þar nokkrar næt-
ur, en ekki dreymdi Benedikt neitt, sem orð væri á gerandi. En
svo brá við að fólkinu á Skeggsstöðum fannst sem nálykt legði af
beininu, og þótti að vonum furðu gegna. Nokkru síðar fór fram
útför frá Bólstaðarhlíðarkirkju. Fór Sigvaldi bóndi þangað, tók
með sér legginn og lét hann í gröfina.
Pétur Sigurðsson.
Hulduklettur.
Neðan við túnið á Skeggsstöðum er eyri allstór, er nefnist
Stekkjareyri. Er hún öll gróin og slétt og nytjuð sem tún. Sést hún
ekki að heiman frá Skeggsstöðum, vegna Jiess að allháir klettar