Húnavaka - 01.05.1969, Page 118
116
HÚNAVAKA
liggja að henni ofanverðri, og brött grasbrekka á kafla. Hinsvegar
blasir hún við suður og yfir frá bænum á Fjósum.
Ofarlega á eyrinni norðanverðri er stakur klettur, sem heitir
Hulduklettur. Er mælt að í honum búi huldufólk. Svo bar við eitt
sinn að maður nokkur á Fjósum sá ljós í kletti þessum að kvöldlagi.
En þegar nánar átti að því að gæta var ljósið horfið. Einnig heyrðu
menn stundum mannamál í klettinum og kunnu engin skil á.
Eitt sinn dreymdi húsfreyjuna á Fjósum að ókunnug kona kæmi
til hennar, og segðist búa í bænum suður og yfir á eyrinni. Tjáði
hún þau vandkvæði að kýrin sín væri geld, og því vantaði sig mjólk
handa börnurn sínum um tíma. Þóttist húsfreyjan gefa henni leyfi
til að mjólka kú eina í fjósinu, er hún tiltók. Hinn næsta morgun
var kýr þessi þurrmjólkuð og hélzt svo um nokkurt skeið. En þá
dreymdi húsfreyjuna sömu konuna aftur. Sagði hún þá kúna sína
borna, svo að hún þyrfti ekki að fá mjólkina oftar, og jrakkaði hús-
freyjunni vel fyrir greiðann.
Pétur Sigurðsson.
Álagablettir.
Með víðsýni yfir aldirnar, hafa á flestum sviðum orðið miklar
breytingar á íslenzku þjóðlífi, ekki einungis í starfs- og lifnaðar-
háttum, heldur einnig í andlegu raunsæi. Áður fyrr trúði jrjóðin,
að í klettum og björgum byggju dvergar og huldufólk, og draugar
gengu um Ijósum logum, en slík trú er að mestu eða öllu afmáð
úr jrjóðarsálinni. Vera kann, að eimi þó enn eitthvað eftir af huldu-
fólkstrúnni. Trú á að „álagablettir“ séu til, mun eiga enn nokkur
ítök í hugum manna, a. m. k. eldra fólks. Vil ég greina frá atburði,
sem staðfestir þá trú.
Á æskuárum mínum heyrði ég fólk tala um „álagabletti", er jiað
nefndi svo, sem eigi mætti heyja eða nota til slægna svo sem tún
og engjar, heldur aðeins til beitar búfénaði. Væri út af þessu brugð-
ið átti afleiðing að verða vanhöld á búfénaði landeigandans.
Það voru einkum tveir álagablettir í nágrenni mínu, sem umtal-
aðir voru. Annar var brekkan neðan ttinsins á Vakurstöðum í Hall-
árdal og Vindhælisstapahólarnir eða réttara sagt brekkurnar milli
þeirra.
Sumarið 1927 var grasspretta bæði á túnum og engjum rnjög lítil.