Húnavaka - 01.05.1969, Side 120
Sr. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
A&gát skal höfb í nœrveru sálar
Það er sögn þeirra er til þekkja í Skaftárþingi, að oftlega megi sjá
þess vott að í híbýlum manna séu gripir, er menn hafi keypt úr
strönduðum skipum. Þetta má líka segja um Húnaþing að nokkru,
en Jrað eru gripir úr skipunum Láru og Þór er strönduðu við norð-
austanverðan Húnaflóa. Lárustrandið man Ólafur Guðmundsson,
en hann var þá ungur að árum. Hann segir svo frá:
„Þegar ég var innan við tvítugt lékk ég vinnu sem aðrir í Láru á
strandstaðnum. Þetta var skip Sameinaða gufuskipafélagsins, er
strandaði fyrir norðan Spákonufellshöfða 16. marz 1910. Skipið var
hinn mesti hvalreki fyrir Strandabúa. Við vorum um 10 talsins, er
unnum við að bjarga úr skipinu. Hátt kaup var borgað, 50 aurar
um tímann. Ég mun hafa fengið 25 aura.
Karl Berndsen, kaupmaður á Hólanesi, sá um björgun úr skipinu
fyrir hönd vátryggingafélagsins, en hann var líka afgreiðslumaður
Sameinaða. Því sem bjargað var úr skipinu var einkanlega úr efri
lest og það sem náðist úr neðri lest er lágsjávað var, en þá var gott
veður enda komið fram í apríl. Ferjað var milli skips og lands á
stórum uppskipunarbátum, er var róið. Meðal þeirra manna, er
unnu við björgun úr skipinu, voru þrír menn af Blönduósi. Einn
Jreirra var Ásgeir Þorvaldsson frá Hjaltabakka, hraustmenni mikið.
Þar sem eigi var hægt að nota spil skipsins við að færa varninginn
upp úr lestunum varð að nota talíukraft og bómurnar, og hafði As-
geir útbúið það. Gengu menn hraustlega að hefja þær upp.
Vistin var góð þarna, borðað í matsal fyrsta farrýmis og nóg var
af öli í skipinu, til að drekka með matnum. Það var svonefnt portöl
á kútum. Öllu áfengi hafði verið bjargað úr skipinu. Aftast í skipinu
var klefi, er áfengið hafði verið geymt í. Var mönnum eitt sinn tíð-
rætt um, hvort þar mundi eigi leynast afgangur af vínforða skipsins.
Var nú klefinn opnaður og hafin leit. Fannst Jrar ein flaska af ákavíti.