Húnavaka - 01.05.1969, Page 121
HÚNAVAKA
119
í næsta matartíma, er var klukkustund, þá menn voru mættir, gekk
llaskan á milli manna í borðsalnum. Enginn varð fullur, euda var
eigi svo mikið handa svo mörgum. En mönnum varð liðugra um
tungutakið og ræddu nú marga hluti, þar á meðal íim dularfulla
atburði. Þá sagði Asgeir Þorvaldsson: „Eigi vil ég neita þeim og til
þess er saga þessi:
Er ég var ungur að árum var ég sendur með bréf frá Hjaltabakka
til sr. Jóns Pálssonar á Höskuldsstöðum. Ég fór þetta gangandi. Veð-
ur var hið bezta, enda var það betra, því að þetta var um vetrartíð
og Refasveitin villugjörn talin. Þá var farin neðri leiðin um Sölva-
bakkamela. Er ég hafði lokið erindi mínu og skyldi halda lieim var
kornið kvcild, en það var bót í máli að Ijóst var af tungli. Er ég átti
skammt eftir að Laxárbrú, en þá var hún á hinum gamla stað fyrir
ofan hlaupið, sýndist mér mannvera vera á brúnni og standa þar
kyrr. Hélt ég þetta þreyttan ferðamann vera að hvíla sig á göngunni.
En er ég kom nær sá ég að þetta var kvenmaður í reiðfötum, er
horfði yfir handriðið á brúnni niður í gljúfrið. En það þótti heldur
skuggalegt inn í gljúfrinu og niður í ánni, er hún féll þarna ofan.
Kom mér þá í hug Helga Jóhannsdóttir er 13. júní 1874 drukknaði
í ánni á Lækjardalsvaðinu og margir þóttust hafa orðið varir við,
er þeir hafa farið yfir Laxá. Kom mér fyrst í hug að formæla veru
þessari og vísa henni til þess neðsta. En um leið flugu mér í hug
orð föður míns, sr. Þorvaldar Ásgeirssonar á Hjaltabakka, er hafði
sagt að slíkt fólk framliðið, er oss birtist í lifanda lífi, væru oft frið-
vana sálir, er liði illa. Bæri oss lifandi mönnum að biðja fyrir því
og sýna því þannig góðan hug með fyrirbænum. Urðu hin hollu ráð
föður míns ofan á í lniga mér. Gjörði ég því bæn mína fyrir konu
þessari og sjálfum mér, er ég skyldi mæta henni á brúnni. Hún varð
því greinilegri, sem ég kom nær. Og er ég átti fá skref eftir að brúar-
sporðinum, ber tunglið mikla birtu yfir gljúfrið og brúna. Þá leit
þessi kvenvera upp, er á brúnni stóð, svo andlit hennar horfði við
mér, er virtist fullt angistar, — og í sama mund hvarf konan af
brúnni niður í gljúfrin. Þótti mér þá betra að ég hafði í heiðri orð
föður míns, um þá er andazt hafa vofveiflega og eru friðvana sálir.“
Skrásett eftir Ólafi Guðmundssyni af Pétri Þ. Ingjaldssyni.