Húnavaka - 01.05.1969, Síða 122
Þegar ég gerðist vélamaður
Frdsögn Snorra Arnfinnssonar, fyrrv. veitingamanns, af fyrstu
viðskiptum sinum við dráttarvél í heimabyggð sinni.
Sltrdð hefur Kristófer Kristjdnsson.
Sumarið 1926, ákvað stjórn búnaðartélags Nauteyrarhrepps í
Norður-ísafjarðarsýslu að stíga stórt spor í ræktunarmálum sveitar-
innar og réðist í að kaupa hjóladráttarvél með tilheyrandi verkfær-
um til jarðvinnslu. Dráttarvélar voru þá fáar hér á landi, og var
þetta fyrsta vélin á öllum Vestfjarðakjálkanum. Búnaðarsamband
Dalasýslu hafði keypt eina sams konar vél sumarið áður, og fór af
henni hið mesta frægðarorð.
En þótt þessar fréttir bærust frá þeim í Dölunum, þótti ekki öllum
heima einsýnt um ágæti þessarar vélar, og var því ekki hægt að segja
að einhugur væri um kaupin, eins og oft vill verða, þegar á nýjar
og lítt þekktar brautir skal halda.
Búnaðarfélag Nauteyrarhrepps naut þá forustu mikilhæfra manna.
Jón Fjalldal bóndi á Melgraseyri var þá formaður félagsins um ára-
bil, traustur maður, framsýnn og fastur fyrir, leiddi hann ásamt
öðrum stjórnarmönnum, mál þetta farsællega franr, félaginu og
sveitinni allri til hins mesta gagns.
Vorið 1927 var svo dráttarvélin komin og tilbúin til vinnu, réðist
ég þá sem stjórnandi hennar. Ekki voru þó kynni mín mikil af drátt-
arvélum eða öðrum vélakosti, hafði aldrei séð eða meðhöndlað slík
verkfæri, en þá var hugurinn ungur og ég ekki vanur að mikla mér
um of í augum smá erfiðleika.
En ég átti eftir að kynnast margvíslegum aðstæðum við þetta
verk mitt, og óraði mig í byrjun ekki fyrir ýmsu því er á dagana
dreif.
Þar sem ég var alls ókunnugur dráttarvélum, þótti nauðsynlegt
að ég fengi tilsögn í meðferð og hirðingu, en fátt var um fína drætti
í þeim efnurn. Á ísafirði var rnaður nokkur, Jón Albertsson að