Húnavaka - 01.05.1969, Side 123
HÚ NAVAKA
121
nafni, (bróðir hans var Hergeir, sem lengi var hjá mér á Hótel
Blönduós) er ég jrekkti mjög vel. Jón Jressi var hinn mesti véla-
grúskari, og hafði fengizt við viðgerðir og unnið með flestum vélum
er fyrir fundust í Jrá daga, allt frá grammafónum til mótorvéla.
Þennan mann lékk ég til Arngerðareyrar og var ég í þrjá til fjóra
klukkutíma í námi hjá honum um allt er laut að meðferð og hirð-
ingu vélarinnar. Meira mátti hann ekki missa af sínum dýrmæta
tíma mér til handa, og segir það sig sjálft, að Jressi tilsögn náði vart
lengra en kenna mér að setja vélina í gang, drepa á henni aftur og
hvar væru helztu smurningskopparnir, sem ég ætti að smyrja dag-
lega. Við Jretta varð að sitja, rneira þýddi ekki að biðja um.
Ég fór svo að vinna og bar mig all mannalega. Fyrsti bærinn, sem
ég vann á, var Rauðamýri. Þar bjó Halldór Jónsson lrá Laugabóli,
búnaðarskólagenginn frá Noregi, mikill bóndi og framkvæmdamað-
ur. Síðan vann ég á flestum bæjum í sveitinni og víða var unnið all-
mikið, um og yfir tíu dagsláttur á bæ. Yfirleitt má segja að þetta
gengi vel; vélin reyndist ágætlega og ég þótti nokkuð góður. Ég
gekkst auðvitað upp við hólið, taldi mér trú um ágæti mitt, en gerði
auðvitað eins vel og ég gat. Ekki var ég búinn að vinna margar vik-
ur, þegar ég fór að fá heimsóknir ýmissa áhugamanna, sem komu
að sjá með eigin augum þessi vinnubrögð. Má þar t. d. nefna for-
mann búnaðarsambands ísafjarðarsýslu, Kristin á Núpi, formenn
nokkurra búnaðarfélaga og fleiri. Einnig komu þrír ungir menn,
sem báðu mig að kenna sér á mína „vélamaskínu," og fór þá skörin
að færast upp á bekkinn, þegar ég var orðinn kennari. En ég miðlaði
þeim af minni þekkingu, bæði því, er ég nam hjá hr. Albertssyni,
og Jtví er til féll frá sjálfum mér, og Jrað var auðvitað drýgra að
vöxtum.
Þegar búið var að vinna á flestum bæjum í sveitinni, var ákveðið
að lána vélina til jarðvinnslu út í Reykjafjarðarhrepp. Slíkt var
reyndar ekki heiglum hent, þangað var vita ófært með verkfærin,
nema á sjó. Var nú leitað til Bárðar Tómassonar skipasmiðs á ísa-
firði. Hann rak Jrar skipasmíðastöð (nú skipasmíðastöð Marselíusar).
Bárður kom með hugmynd að bát eða pramma, sem hann bauðst til
að smíða, og ákvað búnaðarfélagsstjórnin að taka tilboði hans. Þessi
bátur eða prammi var allmikið skip og sterklegur. Hann var flat-
botnaður, með beinar síður. Á annarri síðunni miðri, var hægt að
taka hlera úr, er festur var svo með traustum boltum. Þarna var