Húnavaka - 01.05.1969, Side 124
122
HÚNAVAKA
svo dráttarvélinni ekið í og úr pramanum, og einnig annað dót er
tilheyrði útgerðinni sett úr og í el þurfa þótti. Gallinn við þetta
iar var, hvað hann þoldi illa nokkrar öldur, bæði vegna þess að hann
var flatbotnaður og með beinar hliðar, en talið var að með þessu
byggingarlagi yrði hann miklu ódýrari, og það réði.
Ekki er hægt að segja annað en fyrsta ferð mín á farkosti þessum
iiafi verið all söguleg. Þá fórum við frá Arngerðareyri til Vatnsfjarð-
ar, en þar átti ég að vinna með vélinni. Eftir mikið erfiði og um-
stang tókst okkur að koma öllum farangri fyrir. Dráttarvélin í
miðju, olíutunnur og annað smádót frammí, herfi, plógur, flaggrind
og þess háttar afturí. Virtist okkur að svona væri skipið vel hlaðið
og stöðugt. Kjartan, bróðir minn, var með í þessari ferð og átti
hann að vinna með mér á vélinni í Vatnsfirðinum. Einnig var stödd
á Arngerðareyri Ingunn hjúkrunarkona, systir Steinunnar húsfreyju,
og þurfti hún að komast út í Vatnsfjörð. Þótti sjállsagt að hún not-
aði þessa ferð, og var það auðsótt okkar vegna. Fenginn var vélbátur
hjá Knúti Kristinssyni héraðslækni að draga prammann. Blíðskapar
veður var, er við lögðum af stað og sléttur sjór og gekk allt hið bezta.
Kjartan bróðir var í prammanum til eftirlits, en ég og hjúkrunar-
konan vorum um borð í mótorbátnum.
Ekki vorum við búin að sigla lengi, þegar lór að kæla og kom
strax nokkur ókyrrð á sjóinn. Sáum við þá að ekki myndi þessi far-
kostur jrola mikið veður, því að hann fór að velta svo að segja um
leið og hvessti. Veðrið fór versnandi eftir Jrví, sem utar dró og
sáum við að ekki myndi neinn hægðarleikur að komast fyrir nesið
og inn í Vatnsfjörðinn. Var nú farið að gefa á prammann og þorð-
um við ekki annað en taka Kjartan bróður um borð í „mótorinn",
og vorum þar <>11.
Nú var um að gera, að vélbáturinn færi eins hægt og hann mcigu-
lega gat, því að þannig varð minnstur sláttur á prammanum. Mér
varð nú ljóst að Jretta var æði áhættusöm ferð. Dráttarvélin og allt
hennar dót var auðvitað í ábyrgð búnaðarfélagsins í Vatnsfirðinum
og má Jrað af líkum ráða að ég hefði verið talinn ábyrgðarlaus glanni
að leggja af stað með þessa útgerð í ekki betra veðurútliti. Og svo
var og annað, ég gerði mér það fyllilega ljóst, að fyllti prammann
svo, að hann sykki, væri ekkert líklegra en hann dragi mótorbátinn
með sér í hafið, svo að útlitið var ekki gott. Samt var mjakazt áfram,
Kjartan bróðir sat í skut mótorbátsins með hníf, sem ég átti, og