Húnavaka - 01.05.1969, Síða 125
HÚNAVAKA
123
hafði ströng fyrirmæli um að skera á línuna á milli bátsins og
prammans, fyndist honum útlitið ljókka, og reyna með því að bjarga
mótorbátnum. Hjúkrunarkonan okkar var hin hugrakkasta, hefur
sjálfsagt verið búin að sjá sitt af hverju um dagana, og lét sem ekk-
ert væri. Er ekki að orðlengja það meir, við sluppum fyrir nestána
með smá ágjafir á prammann, og komum við þá á lygnan sjó og öllu
var borgið. Ég dró andann léttara og þakkaði forsjóninni fyrir að
ekki hefði verr til tekizt. Búnaðarfélagsformaðurinn í Vatnsfirðin-
um var æði þungur á briinina, þegar við komum að landi og fannst
lítil fyrirhyggja að vera að þvælast þetta í slæmu veðri, og setja all-
an farminn í hættu. Mér var svo létt í sinni yfir góðum ferðalokum,
að ég heyrði ekki rausið í mannanganum.
Unnum við þarna í Vatnsfjarðarsveitinni um vorið, en er kom
fram í september fórum við út í Ogurhrepp og unnum þar. Byrjuð-
um í Hvítanesi og unnum á flestum bæjum í Skötufirði. Skildum
við allt hafurtaskið eftir um veturinn á Skarði í Skötufirði.
Vorið eftir sóttum við svo hafurtaskið, tókum land á Melgraseyri.
Skömmu eftir að við komum gekk upp hið versta veður. Jón bóndi
Fjalldal fékk okkur báða, er vorum með dráttarvélina, að hjálpa sér
við smalamennsku og freista þess að ná saman fénu, sem var komið
um víða völlu. Urðum við að sjálfsögðu við þeirri bón. Þegar við
komum heimundir úr smalamennskunni, var veðrið orðið mjög
vont, hávaðarok og hríðarsorti, sáum við hvar pramminn hafði losn-
að og var að reka undan veðri vestur og inn með landi. Hljóp ég
þá sem skjótast að lendingunni skammt innan við bæinn, og fór
að setja fram bát, hugðist freista þess að ná prammanum og stýra
honum undan vindi að Hamri, sem var næsti bær við Melgraseyri,
því að þar var sem logn. En rétt þegar við félagar vorum að stíga í
bátkænuna kom Jón bóndi allfasmikill og fyrirbauð okkur slíka fífl-
dirfsku, og varð við það að sitja. Hann átti bátana og við urðum að
horfa á eftir pramanum út í hríðarsortann, án þess að geta nokkuð
að gert.
Daginn eftir var komið bezta veður, fórum við félagar ])á á luiot-
skóg, hvort nokkuð sæist í prammann. Þegar við komum inn að
Hamri sýndist okkur að eitthvert missmíði væri við klettana hjá
Borgarey, en hún er beint á móti Hamri. Fengum við lánaðan bát
hjá bónda og rerum út að eynni. Þar fundum við prammann, nokk-
uð skemmdan, en þó mátti telja hann sjófæran í góðum sjó. Þarna