Húnavaka - 01.05.1969, Page 126
124
HÚNAVAKA
við eyjuna fundum við agnarlítinn selskóp, sem næstum mátti láta
í vasa sinn, tókum við kauða og lékum okkur að honum um stund,
og var hann mjög fjörugur. Slepptum við honum síðan og varð
hann frelsinu feginn. Gengum við síðan á land á eynni og skoðuð-
um skála, sem þar var, og notaður var, þegar fólk var við heyskap
og önnur bústörf á eyjunni. Sr. Þorsteinn, sem var prestur í Vatns-
firði á þessum árum, var geysimikill búmaður og rak umfangsmik-
inn búskap alla sína preststíð. Prestur hafði eyjuna á sínum snærum
og nytjaði hana. Við félagar vildum glettast við prest, skrifuðum
lionum bréf, sögðum þar frá ævintýrum okkar með prammann og
tíndum hitt og þetta til. A þessum árum var mikið talað um þefara
Jónasar, en undir því nafni gengu eftirlitsmenn þess opinbera með
óleyfilegu bruggi, sem voru á ferðinni víða um land. Kom þar mest
\ið sögu Björn heitinn Blcindal löggæzlumaður. Sú saga er til að
eitt sinn er ]c'inas ráðherra fregnaði af þessum málum hjá Boga
sýslumanni hér á Blönduósi, og frétti að nokkuð myndi vera fengizt
við brugg meðal Húnvetninga. Hvatti hann sýslumann til að upp-
ræta slíkt með harðri hendi. Hafði þá sýslumaður spurt ráðherra
hvort þeir syðra hefðu fangaklefa til fyrir annan hvern Húnvetning.
Hafði ráðherra orðið all hvumsa við og talið fallið niður. Þar sem
við vissum að prestur hafði ekki dálæti á ráðherra, skrifuðum við
undir bréfið: Þefarar Jónasar.
Eftir þetta afrek héldum við félagar til Vatnsfjarðar, gengum svo
til Skálavíkur, en þar var þá næsta símstöð, og töluðum þaðan við
Bárð Tómasson skipasmið á ísafirði um viðgerð á prammanum.
Var það sjálfsagt, gætum við komið honum til Isafjarðar. Nú var
næst að hafa samband við Ólaf Pálsson forstjóra Djúpbátsins, en
svo heppilega stóð á að hann var í ferð þennan dag inn að Arngerð-
areyri. Fengum við leyfi forstjórans fyrir að setja prammann í slef
aftaní Djúpbátinn. Var nú málum okkar vel komið, flýttum við
okkur aftur til Borgareyjar og biðum þar komu Djúpbátsins. Gekk
það allt eftir áætlun, skipstjóri var hinn bezti og vildi greiða götu
okkar allt sem hann gæti. Var nú pramminn settur í slef. Báturinn
okkar síðan settur aftan í prammann og vorum við félagar um borð
í bátnum. Var þetta orðin allmikil halarófa. Þegar lagt var af stað
sáum við að okkur hafði orðið á heldur stór skyssa. Dráttartaugin
frá Djúpbátnum i prammann var allt of löng, því að þegar komið
var á fulla ferð kom svo mikið sving á prammann og auðvitað á litla