Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 130
GUÐMUNDUR KR. GUÐNASON:
Svipast um á Suáurlandi
Sunnudaginn 14. júní 1964 lagði ég af stað, í ferðalag til Reykja-
víkur, með vöruflutningabifreið Valdimars Núma Guðmundssonar,
en hann hefir haft fastar ferðir milli Reykjavíkur og Skagastrandar
um langt árabil. Lagt var af stað kl. 9 að morgni og ekið suður í
Fornahvamm, en þar var borðað. Síðan var haldið af stað og ekki
stanzað fyrr en við Olíustöðina í Hvalfirði, en þar var liægt að fá
keypt molakaffi og var það gert.
Þegar komið var til Reykjavíkur, var ekið að sendibílastöðinni
„Þröstur", en þar hefur Valdimar Númi afgreiðslu. Ég fékk mér
leigubíl suður í Kópavog að Digranesvegi 6, en þar býr minn kæri
vinur og fyrrverandi sóknarprestur, sr. Gunnar Arnason frá Æsu-
stöðum í Langadal í A.-Hún., en þar var hann prestur um fjölda
ára skeið. Þau hjón, sr. Gunnar og frú hans, Sigríður Stefánsdóttir,
tóku mér opnum örmum og dvaldi ég hjá þeim á aðra viku, þótt
ég færi í smávegis ferðalög, var mitt aðalheimili hjá þeim.
Þegar ég kom til sr. Gunnars, var þar staddur Guðmundur Ingi
Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli í Önundarfirði og höfðu þeir margt
að spjalla saman, sr. Gunnar og Guðmundur. Nokkru síðar konr
Guðmundur Jósafatsson frá Austurhlíð í Blöndudal, en hann er
nú búsettur í Reykjavík. Sr. Gunnar fór með okkur Guðmund til
Reykjavíkur og fórum við í gönguferð um bæinn og skoðuðum ýmsa
staði, svo sem byggingu turns Hallgrímskirkju, en sú bygging var
Jrá á byrjunarstigi.
Daginn eftir hringdi ég til vinar míns, Sigurðar Isólfssonar frí-
kirkjuorganleikara, og bauð hann mér heim til sín næsta kvöld og
var ég hjá þeim hjónum, Sigurði og konu hans, Rósamundu, lengi
kvölds í góðu yfirlæti. Buðu þau hjónin mér með sér í skemmti-
ferðalag, í heimsókn austur að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu. Var ákveðið að lagt skyldi af stað um hádegi næsta dag,