Húnavaka - 01.05.1969, Síða 134
ÁSGEIR JÓNSSON, rafveitustjóri:
Um rafveitumál Húnavatnssýslu
Þegar afskipti Rafmagnsveitna ríkisins að rafmagnsmálum Húna-
vatnssýslu hófust, með yfirtöku þeirra á Rafveitu A.-Húnavatnssýslu
samkvæmt samningi þar að lútandi dags. 1. nóv. 1951, voru starl'-
andi þrjár sjálfstæðar rafveitur í sýslunni, þ. e. Rafveita Hvamms-
hrepps, eign hreppsfélagsins, Rafveita A.-Húnavatnssýslu, sem var
sameign sýslusjóðs A.Hún., Kaupfél. Húnv., Sláturfélags A.-Húnv.
og Blönduósshrepps, og Rafveita Höfðahrepps, eign hreppsfélagsins.
Sameiginlegt með rafveitum þessum var, að þær bjuggu allar við
fjárhagsörðugleika og dreifikerfi rafveitunnar á Blönduósi og
Hvammstanga var mjög lélegt. Allar ráku rafveiturnar eigin afl-
stiiðvar, sem voru dísilknúðar, en auk þess rak Rafv. A.-Hún. einnig
vatnsaflstöð við Laxá á Ásum. Stöð sú var orðin mjög léleg og alger-
lega ófullnægjandi, en leyfi liafði verið veitt með lögum nr. 34 frá
16. maí ’49 til að byggja nýtt orkuver við Laxá.
Þegar er Rafmagnsveiturnar höfðu yfirtekið Rafv. A.-Hún. var
hafinn undirbúningur að endurbótum á vatnsorkuverinu og einnig
var dreifikerfið á Blönduósi endurbyggt á árunum 1952—1953. 30.
marz 1953 tók orkuverið til starfa með algjörlega nýjum vélum (var
stækkað úr 300 hö í 700 hö) og endurbættum mannvirkjum, utan
pípu, sem endurnýjuð var árið 1965.
Þann 22. febr. 1954 var undirritaður samningur milli hrepps-
nefndar Höfðahrepps og Rafmagnsveitna ríkisins um yfirtöku Raf-
magnsveitnanna á eignum Rafveitu Höfðahrepps, og á því sama
ári voru framkvæmdar nokkrar lagfæringar á kerfi veitunnar. Jafn-
framt því var unnið að byggingu línu frá Laxárvatnsvirkjun til
Hiifðakaupstaðar og lauk línubyggingunni í desember það ár. Bætt-
ist þá Höfðakaupstaður við orkuveitusvæði Laxárvatnsvirkjunar.
Auk þess var línan til Höfðakaupstaðar upphafið að rafvæðingu
Rafmagnsveitnanna í sveitum Húnavatnssýslu. í árslok 1954 var