Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 135
HÚNAVAKA
133
búið að leggja heimtaugar til 26 býla. Þar af var lagt til 22 býla á
því ári, sem öll voru í austurhluta sýslunnar.
30. júní 1955 var undirritaður samningur milli Rafveitu Hvamms-
tanga og Rafmagnsveitna ríkisins um yfirtöku Rafmagnsveitnanna á
eignum Rafveitu Hvammstanga. A því ári var unnið við byggingu
tengilínu til Hvámmstanga, sem var byggð 30 kV til Auðunnarstaða,
en 11 kV þaðan til Hvammstanga. Einnig var allt dreifikerfið á
Hvammstanga umbyggt árið 1955 og hin nýja tengilína tengd í
febrúar árið 1956.
Arið 1956 var lokið byggingu 33kV tengilínu frá Gönguskarðsár-
virkjun, ylir Þverárfjall, til Laxárvatnsvirkjunar. Með tilkomu
þeirrar tengilínu náðist betri hagnýting orkuframleiðslunnar og
einnig var bætt úr aukinni orkuþörf Húnaveitu.
Arið 1967 var lagður sæstrengur yfir Hrútafjörð og Borðeyri
tengd inn á kerfið.
Eins og fyrr segir hófust Rafmagnsveiturnar handa um rafvæð-
ingu sveita Húnavatnssýslu árið 1954, en fyrir þann tíma ráku býli
þau, sem rafmagn höfðu, sínar eigin rafstöðvar. En árið 1964 eða
10 árum eftir að Rafmagnsveiturnar hófu að dreifa rafmagninu um
sveitir sýslunnar var tala lagðra heimtauga til býla í vestur-sýslunni
92 og í austur-sýslunni 93 eða samtals 185 býli auk nokkurra ann-
arra notenda í sveit. Um s.l. áramót voru samsvarandi tölur þessar:
V.-Hún. 130 býli, A.-Hún. 131 býli eða samtals 261 býli, en heildar-
tala býla í V.-Hún. er talin 189, en í A.-Hún. 202, eða samtals 391
býli. Alls hafa því um 66,8% býla rafmagn frá samveitum Rafmagns-
veitnanna, en 58 býli hafa rafmagn frá eigin aflstöðvum eða 14,8%
og 72 býli eru talin órafvædd, eða 18,4%.
Til að mæta hinni auknu orkuþörf Húna- og Skagafjarðarveitu
hafa verið settar niður dísilvélar, fyrst tvær 1000 hö vélar í Göngu-
skarðsárvirkjun árið 1961, síðan var sett 750 hö vél í Laxárvatns-
virkjun í des. 1965 og í des. 1967 var enn bætt við 750 hö vél í Lax-
árvatnsvirkjun, auk þess sem í Höfðakaupstað eru tvær 140 hö dísil-
vélar.
Alls eru því uppsett hestöfl á Norðurlandi vestra í dísilvélum
3.780 og í vatnsvélum Laxárvatnsvirkjunar 700 hö og Gönguskarðs-
árvirkjunar 1.500 hö, alls 2.200 hö eða samtals 5.980 hö.
Sökum þess hve dýr stækkun Laxárvatnsvirkjunar hefði orðið,
miðað við afkastagetu, var heldur farin sú leið að bæta við dísil-