Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 136
134
HÚNAVAKA
vélum, sem livort sem er hefði þurft að gera, að hluta, þar sem
möguleiki var ekki á að Laxárvatnsvirkjun yrði nægileg til að taka
við allri aukningu svæðisins.
Á síðastliðnu vori, eða nánar tiltekið þann (5. júní 1968, varð mik-
il línubilun á Þverárijallslínu vegna ísingar. Brotnuðu 43 staurar
Skagafjarðarmegin í línunni. Barin var ísing af línunni Blönduóss-
megin og hefur það e. t. v. varnað því að ekki fór verr. Bráðabirgða-
viðgerð var þegar hafin og tók hún aðeins 4 daga. Þrátt fyrir bilun
þessa þurfti ekki að grípa til skömmtunar á rafmagni, þar sem npp-
sett afl á hvorum stað nægði til að mæta álaginu. Vorn því ekki telj-
andi óþægindi fyrir notendur af Jressari miklu bilun. Endanleg við-
gerð á línunni var framkvæmd dagana 19. ágúst til 7. sept. s.l. og
var þá fjölgað staurum frá því, sem verið hafði fyrir bilunina, þann-
ig að mun minni hætta ætti nú að vera á bilunum á þessari línu, í
Jrað minnsta á Jressum stað.
Um síðustu áramót voru 30 kílóvolta línur 54,258 km eða byggðar
fyrir Jrá spennu, og er Jrá Þverárfjallslína tekin að liálfu. Einfasa
línur 11 kílóvolta voru 284,813 km, og þriggjafasa línur 11 kílóvolt
74,700 km. Samtals er því línulengdin á Húnaveitu 413,771 km.
Það er því um Jrað bil 113 km lengri línur hér, en vegalengdin frá
Blönduósi til Reykjavíkur. Það er því augljóst að mikið er komið
undir veðurfari að rekstur Jressara lína sé hagstæður.
Tjón af völdum ísingar getur orðið gífurlegt og á ótrúlegum
tímum ársins, línubilunin þann 6. júní síðastliðinn á Þverárfjalls-
línu ber þess glöggt vitni, en oft hefur munað litln að aðrar línur
hér yrðu ísingunni að bráð.
Rekstraröryggi er Jrað atriði, sem sett er ofarlega á blað, þegar
talað er um dreifingu og orkugjafa rafmagns, enda vaxa kröfurnar
til þessara hluta, með hverjum deginum sem líður, })ví að segja má,
að afkoma manna sé rneira eða minna tengd rafmagni á einn eða
annan hátt.
Að lokum vil ég taka fram, að hér að ofan hefur verið drepið í
rnjög stórum dráttum á þróun mála, síðan Rafmagnsveitur ríkisins
tóku við rekstri Húnaveitu. Ef til vill gefst tækifæri að rekja nánar
sögu raforkumála hér í héraði síðar.