Húnavaka - 01.05.1969, Page 137
VALGARÐ THORODDSEN, rafmagnsveitustjóri ríkisins:
Raforkumáí
Þess hefur verið óskað að ég gerði hér nokkra grein fyrir raforku-
málum, og sérstaklega viðhorfum Rafmagnsveitna ríkisins til orku-
mála Húnavatnssýslu.
Ég vil strax taka það fram, að frá mínum sjónarhól eru raforkú-
mál hvers héraðs í landinu svo nátengd og háð hvert öðru, að tæp-
lega verður almennt tekið fyrir eitt hérað eða ein sýsla, án þess að
taka aðra landshluta með í dæmið, en eins og kunmigt er haf'a Raf-
magnsveitur ríkisins á hendi raforkustilu í öllum sveitum landsins
og í nokkrum hinna minni kauptúna.
Eitt af því sem að Rafmagnsveitum ríkisins og stjórn þeirra er
fundið, er að tengslin milli notenda og stjórnenda séu ekki nægjan-
lega góð og afgreiðsla mála gangi því seint.
Rafmagnsveiturnar hafa nú algjörlega fallizt á réttmæti þessara
ábendinga, og hefur að undanförnu verið unnið markvisst að um-
bótum í þeim efnum.
Hér er þó margs að gæta og forðast þarf að lenda í útsogi van-
hugsaðra breytinga.
Það sem þó hefur verið gert og unnið að í þessum efnum er:
Skipulagslega hefur landinu verið skipt í rekstrarsvæði, og er ætlun-
in að fyrir hverju verði rafveitustjóri búsettur á svæðinu ti! af-
greiðslu allra almennra mála viðkomandi svæða. Sá kostur hefur
verið tekinn að skipta í svæði eftir kjördæmum.
Ti! þess að ná enn betri tengslum milli Rafmagnsveitu og not-
cnda er síðan hverju svæði skipt niður í smærri rekstrareiningar,
eftir sýslum eða kauptúnum, og er svonefndur rafveitustjóri II fyrir
hverri þeirra.
Þannig er Norðurland vestra eitt rafveitusvæði, en því er hins
vegar skipt í Húnaveitu og Skagafjarðarveitu, með rafveitustjórum
II, búsettum á Blönduósi og á Sauðárkróki.
Af ýmsum ástæðum hefur orðið nokkur dráttur á skipun raf-