Húnavaka - 01.05.1969, Page 139
HÚNAVAKA
137
Hins vegar er hægt að nálgast verðjöfnnn, við núverandi skipan
þessara mála með verðjöfnunargjaldi, sem er eins konar skattlagn-
ing á raforkusölu, eða með verðjöfnun á heildsölu rafmagns.
Eftir verður þó ávallt nokkur aðstöðumunur hinna einstöku raf-
veitna, sem aftur veldur mismunandi smásciluverði til notenda.
Rafmagnsveitur ríkisins verðjafna innan sinna svæða, og Jiar er
selt, hvar á landinu sein er, á einu og sama verði. A svæðum Raf-
magnsveitna ríkisins búa 40 þúsund manns, aðallega í sveitum, en
einnig í nokkrum hinna minni kauptúna. Þannig er sama raforku-
verð í Húnavatnssýslu sem í Arnessýslu, á Neskaupstað eða í Stykk-
ishólmi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hins vegar eru í landinu 22
rafveitur í eigu viðkomandi bæjarfélaga og J^ar eru 22 mismunandi
verð, sem ákveðin eru í hvert sinn af hlutaðeigandi bæjarstjórn. A
þessum svæðum búa 160 þúsundir landsmanna.
Mál þessi eru í deiglunni og skal ekki frekar um þau rætt að
sinni.
Um leið og ég \il að lokum óska Húnvetningum allra heilla (jg
ánægjulegrar Húnavöku, vil ég benda á, að rafveitustjóra okkar á
Blönduósi, Asgeiri Jónssyni, cjg mér þætti vænt um að fá tækifæri
til að veita fyrirgreiðslu og upplýsingar um hvers konar rafmagns-
mál sýslunnar, eftir því sem tök eru á, og óskað er.