Húnavaka - 01.05.1969, Page 140
SR. ÁRNI SIGURÐSSON:
„AHa þér vizku, afla þér flyggincla
(Ávarp flutt. við skólasetningu Barna- og Miðskóla Blönduóss,
2. október 196S i Félagsheimilinu, Blönduósi).
Kennarar, nemendur og aðrir gestir.
í upphafi þessa skólaárs, sem í dag hefur göngu sína, vil ég ávarpa
ykkur með orðum helgrar bókar, en þar er ritað:
„Afla þér vizku, afla þér hygginda. Gleym eigi og vík eigi frá
orðum munns míns. Hafna eigi, þá mun hún varðveita þig, elska
hana, þá mun lnin vernda þig.“
Fyrir þúsundum ára var þessum orðum beint til æskufólksins, og
Séra ÁRNI SIGURÐSSON er
fæddur 13. nóv. 1927 á Sauðár-
króki. Foreldrar lians voru Sig-
urður Sigurðsson, sýslumaður
Skagfirðinga og kona hans Stef-
anía Arnórsdóttir. Stúdent M.A.
1949. Cand. theol. Hásk. íslands
1953. Framhaldsnám við hásk. í
Lundi 1960-61. Vígður aðstoð-
arprestur til Hvanneyrar í Borg-
arfirði 4. okt. 1953. Sóknarprest-
ur á Hofsósi, Skag. 1955—62, í
Norðfjarðarprestakalli í Suður-
Múlaprófastsdæmi 1962—1967. -
Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1967—1968. Skipaður sóknarprestur
í Þingeyraklaustursprestakalli 1. júlí 1968,- Kona hans er Eyrún Gísladótt-
ir, hjúkrunarkona, Vilhjálmssonar útgerðarmanns á Akranesi, og eiga þau
tvö börn, Arnór og Hildi.
\