Húnavaka - 01.05.1969, Síða 141
HÚNAVAKA
139
enn tala þau til vor og eru jafn mikilvæg í dag og þau voru æskufólki
þeirra tíma. Þess vegna er þess virði, að þau séu hér sögð, er þið,
skólaæska þessa bæjar, setjizt nú á skólabekkina, sum að nýju eftir
livíld sumarsins, önnur í fyrsta sinni. I raun réttri beinir sá, er talar
til vor í dag orðum, sem fela í sér svo mikilsverða merkingu fyrir
oss mennina í hinni sífelldu þekkingarleit mannsins, en hin dýpri
merking þeirra vill svo oft gleymast á þeim hraðfleygu tímum er
vér nú lifum. Þau eru Jress vegna svo mikilsverð jafnt fyrir unga og
gamla og eigi sízt fyrir ykkur skólafólkið, sem eruð að móta ykkar
innri vöxt, biia ykkur undir lífið, sem nú blasir hvarvetna við ykk-
ur, verða verðugir Jregnar þjóðar vorrar.
„Afla Jrér vizku, afla þér hygginda,“ er mælt til vor í dag, hér við
Jressa skólasetningu. En hvers vegna eiga þessi tvö Jrúsund ára orð,
erindi við þig hér við þetta tækifæri. Það er vegna þess, að Jrau eru
töluð út frá hjarta spekingsins, sem mælti þau og runnin frá þeirri
uppsprettulind, helgri bók, sem vér mennirnir megum ekki vera án,
til þess að geta lifað hamingjunnar lífi í landi voru.
Vizkan, þekkingin; þessi orð, sem eru hornsteinar sérhverrar
rnenntastofnunar fela ekki eingöngu í sér þann þáttinn að ná sem
beztum árangri í námi, heldur að ástunda beztu eiginleika skóla-
þegnsins, sem er fögur hegðun, trúmennska í orði og verki. Það er
þetta, sem spekingurinn forni á við með orðum sínum, erindið sem
Drottinn á við þig í dag.
Með þessu vill hann hvarvetna í orðum sínum beina athygli ykk-
ar að þeim efnum, sem verða ykkur haldbezt. er stundir líða.
Hinn kunni skólamaður, Þórarinn Björnsson, skólameistari á Ak-
ureyri, var einu sinni spurður, upp úr hvoru hann legði meira,
miklum námsárangri eða árvekni og góðri hegðun í hvívetna. Hann
tók hið síðara fram yfir hið fyrra. Hann skildi betur en flestir sam-
tímamenn hans á íslandi, erindið, sem spekingurinn forni á við
oss hér í dag, þar sem hann talar til vor um vizku hjartans.
Og spekingurinn hebreski, sem talaði til þjóðar sinnar orð vizk-
unnar, fyrir þúsundum ára, heldur áfram: „Og varðveit hjarta Jritt
framar öllu öðru, því að Jrar eru uppsprettur lífsins.“
Þess vegna biðjum vér í dag, að orð hinnar sönnu vizku mættu
ríkja innan veggja skóla þessa staðar, verða það leiðarljós, er leiði
nemendur að sönnum verðmætum lífs vors í námi og starfi og biðj-
um Drottin vorn að blessa skólastarfið er nú fer í hönd.