Húnavaka - 01.05.1969, Síða 142
Sent bréf
Ritstj. barst nafnlaust bréf á öndverðum vetri og þó að jjað sé
ekki venja að birta greinar án Jress að vita nafn hiifundar, verður
gerð undantekning í jretta sinn.
S.
Vill rilstjórn Húnavöku góðfúslega birta í ritinu pessa grein.
ÞAÐ UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR.
Foreldrar mínir kenndu mér í bernsku og á æskuárum siðferðis-
og trúarreglur, sem urðu mér, sem nú er gamall maður, svo hug-
festar að ég framkvæmi þær enn. Ég rita þær, eða réttara sagt eina
þeirra hér, ef einhver lesandi Húnavöku — ungir menn eða konur —
eða ef til vill roskið fólk vill gera Jxer að sínum.
Þegar ég kom á fætur og gekk út á bæjarhlaðið, tók ég ofan húf-
tina, signdi mig og gerði krossmark á enni og brjóst. Svo hafði ég
yfir:
1. Nú er ég klæddur og kominn á ról. Kristur Jesús, vertu mitt
skjól. í Guðsótta gefðu mér að ganga í dag, svo að líki þér.
2. Vertu Guð faðir, faðir minn, í Frelsarans Jesú nafni. Hönd þín
leiði mig út og inn, svo að allri synd ég hafni.
Og þegar ég var liáttaður Jri Jretta:
F Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakk þú inn
og geymdu mig, Guð, í skauti Jrínu.
2. Gott er að treysta, Guð, á þig, gleður jrað mannsins hjarta. Yfir-
gefðu aldrei mig, englaljósið bjarta.
Stundunr varð ég að byrja að vinna á morgnana, áður en ég var
búinn að hafa þetta yfir, en ég gerði það samt. Og á kvöldin tók ég
á öllu þreki til að sofna ekki áður.
Ósk mín er að allir, ungir og gamlir, — allir staldri við og hugsi
um breytinguna í trúarlífi.
Fg held að okkur flest vanti innra með oss Guðstrúna.