Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 145
HÚNAVAKA
143
Fyrir nokkrum árum var ég í vanda stödd, vantaði barnfóstru.
Leitaði ég þá til Fanneyjar og lánaði hún mér Vilborgu, dóttur
sína, til starfsins, var það mál auðsótt. Reyndist barnfóstran eins og
Itezt varð á kosið og gleymi ég aldrei því vinarbragði. — í gamalli
sögu er þess getið að umrenningur nokkur, sem var mjög umtals-
illur, þóttist geta fundið öllum mönnum á landinu eitthvað til for-
áttu nema þrem, er hann nefndi. — I>að er langt síðan jretta var og
engar sagnir eru nú til um jrað, hvað margir réttlátir eru uppi á
landi voru. F.n ég Jrykist geta fullyrt, að Fanney var ein af þeim, sem
cnginn gat sagt nema gott um og öllum var hlýtt til, sem þekktu.
Fanney og Pétur eignuðust fimm myndarbörn, sem öll eru á lífi.
Olafía húsfreyja á Asbrekku í Vatnsdal, Magnús bóndi í Miðhúsúm,
Vilborg, sem lýkur kennaraprófi frá Kennaraskólanum í vor, Hjalti,
nemandi í Reykjaskóla og Daníel, sem er heima í Miðhúsum, 11 ára
drengur.
I sumar þegar ég hitti Fanneyju á sjúkrahúsinu á Blönduósi, var
hún vongóð um að sér mundi batna, því sjúkraþjálfari væri þar ný-
kominn og hún hefði von um að veiki fóturinn mundi lagast. En
Jrað fór á annan veg — hún lézt 2. október eftir miklar þrautir.
Jarðsett var á Þingeyrum 7. okt.; var lítil sonardóttir hennar
skírð Fanney við kistu ömmu sinnar. Vilborg, móðir Fanneyjar,
hélt litlu stúlkunni undir skírn. Úr fjarlægð fylgdist ég með því,
sem þarna gerðist, og sendi ættingjum og venzlafólki innilega sam-
úð mína um leið og ég kvaddi í huganum tryggan vin, fullviss um
að
„Allir sem þola þrautir harðar
þeir munu drottin sjá.“
Þnriður Sigurðardóttir, Litlu-Giljá.
Þeim smáfækkar húsfreyjunum í Sveinsstaðahreppi, er voru þar
fyrir 46 árum, þegar ég kom í sveitina. Segja má að slíkt sé ekki til-
tökumál, þegar svo langt er um liðið, en dauðinn er alltaf samur
við sig, skilur eftir autt rúm og skilar ei aftur því, sem hann tekur.
I sumar sem leið, þ. 16. júlí, lézt húsfreyjan á Litlu-Giljá, Þuríð-
ur Sigurðardóttir, í héraðshælinu á Blönduósi, eftir langa vanheilsu.
Þuríður var aðkomukona í sveitinni, sunnlenzk að ætt og uppruna.
Hún var fædd að Stöðlum í Ölfusi 9. sept. 1894. Foreldrar hennar