Húnavaka - 01.05.1969, Page 146
144
HÚNAVAKA
voru hjónin Ingigerður Björnsdóttir og Sigurður Þorbjörnsson
bóndi jrar. F.n sumarið 189fi, þegar jarðskjálftar miklir gengu yfir
Suðurland og fjöldi bæja hrundi í Árnessýslu, hrundi bær Þuríðar.
Reykvíkingar tóku jrá nokkur ungbörn til fósturs af heimilunum,
er verst urðu úti og var Þuríður eitt þeirra barna. Voru jressi börn
oft kölluð jarðskjálftabörn. — Magnús Árnason, trésmíðameistari í
Reykjavík og kona hans, Vigdís Ólafsdóttir, tóku Þuríði í fóstur, og
reyndust Jrau henni sem beztu for-
eldrar. — Magnús og Vigdís voru
talin með beztu borgurum bæjar-
ins og heimilið mesta myndarheim-
ili. Taldi Þuríður Joað mikla gæfu
að hafa átt því láni að fagna að al-
ast upp hjá svo góðu fólki, úr því
örlögin höguðu því þannig, að hún
varð að yfirgefa foreldra sína. —
Um tvítugsaldur lagði hún leið
sína norður í Húnavatnssýslu og
réðist kaupakona á Hjallalandi í
Vatnsdal hjá Jósep F.inarssyni.
Sennilega helur hún ekki búizt við
að ílendast í sveitinni, Jregar hún
fór norður, en svo fór, að hún festi
jrar ráð sitt og vann lífsstarf sitt í
Jreirri fögru sveit. —
Vorið 1915 Jj. 20. apríl giftist Þuríður Sigurði Jónssyni búfræð-
ingi frá Öxl í Þingi; tóku þau fyrst við bústjórn á Hjallalandi hjá
Jósep, ömmubróður Sigurðar. jósep hafði búið lengi á Hjallalandi
og gert garðinn frægan, en um þessar mundir hnignaði heilsu Jjessa
íturmennis. — Frá Hjallalandi fluttu ungu hjónin að Öxl og svo
lítið eitt lengra norður á bóginn vorið 1921, en þá keypti Sigurður
part af Litlu-Giljá. Þar bjuggu þau til æviloka. —
Þegar ég sá fyrst heim að Litlu-Giljá var þar tvíbýli. Lágreistur
torfbær luikti undir melbarði og lítill túnkragi í kring, en sagt var
að engjarnar bættu upp túnsmæðina. Ég furðaði mig á því, hve
margt fólk komst af á litlu jörðinni, og sífellt bættist í hópinn þar til
börn Þuríðar og Sigurðar voru orðin 10. Eins og gefur að skilja
var þar oft þröngt í búi meðan börnin voru í ómegð og lítið í aðra