Húnavaka - 01.05.1969, Page 148
146
HÚNAVAKA
hún svo oft sótt gleði og sálubót. Stóri barnahópurinn var þar allur
saman kominn til þess að kveðja móður sína.
Þó Þuríður léti oft svo, sem Reykjavík ætti hug sinn allan — og
þar hafði hún lifað sitt fegursta — þá veit ég að Litla-Giljá var efst
í huga hennar þegar öllu var á botninn hvolft. Þar hafði hún unnið
merkilegt ævistarf — þar rættust draumar hennar. Otvíræð var um-
hyggja hennar fyrir barnahópnum, ekki sízt þeim, sem heima voru,
og augasteininum, litla dóttursyninum heima.
Ég þakka Þuríði þá vináttu er hún sýndi mér og finn til með
börnum hennar.
Kristin Gisladnttir frd Saurbœ.
Á Þorláksmessu í vetur lauk merkilegri ævi húnvetnskrar konu,
Kristínar Gísladóttur frá Saurbæ í Vatnsdal. Kristín var fædd að
Þórormstungu í sömu sveit 25. marz 1910. Foreldrar hennar voru
Katrín Grímsdóttir frá Syðri-
Reykjum í Biskupstungum og Gísli
Jónsson frá Stóradal, þá bóndi að
Þórormstungu, síðar að Saurbæ í
Vatnsdal. Orð fór af því að lieimili
þeirra hjóna væri til fyrirmyndar,
heimilisbragur allur fastmótaður,
enda var því við brugðið hvað
hjónin væru samhent um allt er að
heimilinu laut.
Kristín litla var óvenju fallegt
barn og bráðgjört; sá ég hana fyrst
um fermingaraldur. Æskugliið og
full af glæstum vonum þeysti hún
um grundirnar við Undirfellsrétt í
hópi æskufólks. Vakti hún undrun
rnína og eftirtekt. Enginn, sem sá
hana þá liefði getað ímyndað sér,
Kristin Gisladóttir. að svo þung örlög biðu hennar,
sem raun varð á. En um tvítugs
aldur lagðist hún í rtimið og lá rúmföst í áratugi.
Kristín var talin mjög vel gefin og átti hægt með að læra hvað