Húnavaka - 01.05.1969, Page 150
PÉTUR SIGURÐSSON, Skeggsstöðum:
Fáei
in mmnmgaroro um
or&
látinn félaga
Eitt er það lögmál, er allt, sem lífsanda dregur hér á jörð, verður að
lúta. Það er að eitt sinn skal hver deyja. Hiuu er þó ekki að leyna
að oft gengur okkur mannanna börnum harla erfiðlega að sætta
okkur við þetta lögmál. Oft eru menn kallaðir burtu héðan úr
jarðríki þegar æfisól þeirra er í hádegisstað og möguleikarnir fyrir
þá að neyta starfskrafta sinna og hæfileika blasa við hvert, sem litið
er. En þrátt fyrir það er þetta alltaf að gerast. Alltaf eru menn
að hverfa yfir landamæri lífs og dauða, sem virðast langt frá að hafa
lokið hlutverki sínu hér á jörð. Oft — allt of oft — eru menn burt-
kallaðir, sem raunverulega eru að komast á starfsaldurinn. Og því
miður virðist manni að þeir, sem það hlutskiptið hljóta, séu oftast
þeir einstákíingarnir, sem bjartastar vonir hafa vakið um glæsilegt
æfistarf. farðvist slíkra manna nær ekki lengra en verða fagurt morg-
unskin. En geislarnir af því morgunskini eru skærir og verma vel
hugarheima þeirra, sem eftir lifa. Minningin um þá er björt og
hrein og það deyfir vissulega sársaukann ylir að hafa orðið að sjá
þeim á bak í blóma lífsins.
Þessi saga hefur nýlega gerzt hér í sveit. Sá æskumaðurinn, sem
mestar vonir voru við tengdar féll fyrir sigð dauðans á 22. aldursári.
Drengur elst upp í fremur afskekktri sveit norðanlands. Hann
verður ungur fyrir þeirri mæðu að missa móður síua. Verður Jrað
honum vissulega þungur reynsluskóli, þótt faðir hans leggi kapp
á að reynast honum sem öðrurn systkinum hans, sem bezt á allan
hátt. Á unglingsárum sínum er hann fremur heilsuveill, en virðist
þó ná sér algjörlega.
\