Húnavaka - 01.05.1969, Síða 151
HÚNAVAKA
149
í uppvextinum nýtur hann ekki annarrar skólagöngu en þeirrar,
sem farskóli sveitarinnar fær veitt honum, þar til hann nær tvítug-
ur að aldri ræðst í að fara í Samvinnuskólann í Reykjavík, án þess
að hafa aðra undirbúningsmenntun en þá er hann hafði getað aflað
sér í tómstundum. Nám stundar hann í skólanum í einn vetur með
ágætum árangri. í þessari dvöl sinni í höfuðstaðnum sinnir liann
fleiri hugðarefnum sínum, t. d. aflar sér aukinnar menntunar í
kirkjutónlist, sem er eitt af áhugamálum hans. Auk þessa vetrar
dvelur hann æfi sína alla á sama sveitabænum, nema tvo sumar-
kafla, sem hann vinnur með dráttarvél hjá ýmsum bændum. Hann
fer ungur að sinna verkefnum sveitalífsins og vinnur öll hin al-
gengu sveitastörf. Að upplagi mun hann þó hneigðari til annars
en sumra þeirra starfa, er vinnast verða í sveit, en reynist þó hvar-
vetna hinn liðtækasti.
Hann starfar nokkuð í félagsmálum sveitarinnar, sérstaklega að
söng- og tónlistarmálum og málefnum ungmennafélagsins.
Hið ytra er saga þessi án stórviðburða. Hún er næsta hversdagsleg
og gæti gerzt hvar sem væri. Hún er saga einstaklings úr hópi hins
þögla fjölda, sem vinnur störf sín í kyrrþey. En við, sem þekktum
Óskar Guðmundsson bezt, vissum að hann var enginn hversdags-
maður. Við vissum að hann var maður fyrir mikið stórbrotnari verk-
efnum, en til var að dreifa í því umhverfi, þar sem hann eyddi sínu
stutta æfiskeiði.
Hann var ágætum gáfum gæddur og vel verki farinn á allan
hátt. Hinir miklu námshæfileikar hans komu gleggst í ljós á náms-
ferlinum, þótt skammur væri. Listrænn var hann mjög, sérstaklega
hvað, tónlistina áhrærði. Fegurðarskyn hans og smekkvísi stóðu á
mjög háu stigi.
Það fer ekki hjá því að maður slíkum hæfileikum búinn hefði
orðið liðtækur við harla mörg viðfangsefni og getað afkastað miklu
á löngu æfiskeiði. —
Eins og vikið var að í upphafi dæmum við oft líf hvers ein-
staklings eftir afköstum og finnst í slíkum tilfellum sem þessum
að einstaklingurinn hafi verið burtkallaður af leiksviði lífsins, þegar
hlutverk hans var að hefjast.
En skáldið segir að tvítugur maður hafi margoft meira lifað en
annar sjötugur. Og víst er um það að á æfiskeiði, þótt stutt væri,