Húnavaka - 01.05.1969, Page 153
Mannalát áriá 1968
IjIN'GEVRAKLAUSTURSPRESTAKALL.
Jóhannu Þorsteinsdóttir frá Efstabæ á Blönduósi, andaðist 12. jan.
í Reykjavík. Hún var fædd 8. apríl 1894 í Mjóadal á Laxárdal, voru
foreldrar hennar Þorsteinn Pétursson bóndi og kona lians Anna
Jóhannsdóttir. Jóhanna Þorsteinsdóttir var bóklmeigð, skynsöm og
vel verki farin. Hún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi og fór síðan
á vefnaðarskóla í Svíjrjóð til frekari lærdóms. Ætla má að hún hefði
orðið valinn kennari í grein sinni, en eigi lagði hún J)að fyrir sig,
Hún bjó um fjölda ára með foreldrum sínum á Blönduósi, og var
þeim mikil ellistoð, er bæði urðu háöldruð, nær níræðu. Jóhanna
reyndist Jrar trú köllun sinni, er hún fann að drottinn hafði valið
hana til. Er hún gerðist sjálf aldurhnigin. átti hún að mæta mikilli
alúð hjá frændfólki sínu í Húnaþingi og Reykjavík. En þangað flutti
hún fyrir nokkrum árum. Hún var kona sjálfstæð í hugsun og gjörð-
um og var hin mesta sæmdarkona.
Með Jóhönnu var jarðsett sveinbarn, fætt 10. jan., er andaðist 13.
jan. Foreldrar þess voru Þormóður Pétursson og kona hans Jónína
Steingrímsdóttir á Blönduósi.
Ásgeir Blöndal, áður bóndi á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi,
andaðist 1. febrúar. Hann var fæddur 13. júlí 1908 á Gilstöðum í
Vatnsdal. Foreldrar hans voru Kristján bóndi á Gilstöðum, sonur
Lárusar Blöndals sýslumanns á Kornsá í Vatnsdal og Jósefínu Magn-
úsdóttur, Steindórssonar bónda á Hnausum í Þingi.
Ásgeir var ósérhlífinn dugnaðarmaður, hann varð snemma bif-
reiðarstjóri og kenndi mörgum að aka. Vann hann við akstur og
vélgæzlu hjá Kaupfélagi Húnvetninga 1940—1944, er hann keypti
Blöndubakka og hóf þar búskap. Ásgeir Blöndal kvæntist 23. febr.
1936 Steinunni Guðmundsdóttur Brynjólfssonar í Miðdal í Kjós.
Þau hjón eignuðust þessi börn: Kristján Blöndal múrara á Blöndu-