Húnavaka - 01.05.1969, Page 154
152
HÚNAVAKA
ósi, er andaðist 1964. Guðrúnu húsfrú á Breiðavaði, Jósefínu gifta
og búsetta á Blönduósi og Jóhönnu Rósu húsfrú á Blöndubakka.
Þeim hjónum Ásgeir og Steinunni vegnaði vel á Blöndnbakka, og
bættu þau jörð sína mikið. Ásgeir Blöndal var maðnr traustur og
ábyggilegur, opinskár og hreinskilinn, glaðsinna og barngóður.
Hann bar um margt einkenni og svipmót ættfeðra sinna, Blöndal-
anna.
Pdll Bjarnason, bifreiðastjóri, Ólafshúsi, Blönduósi, andaðist 27.
febr. Hann var fæddur 30. júlí 1884 í Hellakoti á Stokkseyri. Voru
foreldrar hans Bjarni Þorsteinsson frá Langholti í Flóa og kona
hans Guðrún Jónsdóttir. Var Jretta fólk Árnesingar. Var Bjarni faðir
Páls afkomandi Árna prófasts Sigurðssonar að Hellu undir Eyja-
fjöllum, er margt ágætis fólk er komið út af. Bar Páll Bjarnason það
svipmót að hann átti til góðra að telja, og verið á menningar-
heimilum. Innan við fermingu fór hann að heiman að Kaldaðarnesi
til Sigurðar Ólafssonar sýslumanns frænda síns, en 1909 fluttist Páll
að Gerðum í Gaulverjabæ til foreldra sinna. Árið 1911 kvæntist
Páll Elínu Guðmundsdóttur hreppstjóra á Syðra-Velli þar í sveit,
en hún andaðist 9. marz 1915, var þeirra hjónaband barnlaust. Undi
Páll þá eigi í heimahögum og fluttist til Reykjavíkur og stundaði
þar bílakstur. Eftir fá ár flutti hann til Blönduóss og gerðist þar
fyrsti atvinnubifreiðarstjóri í Húnaþingi. Hann kenndi mörgum á
bíl og þótti fara það vel úr hendi. Þá rak hann ávallt nokkurn bú-
skap. Páll kvæntist 1. ágúst 1925, Jóhönnu Olafsdóttur, dótturdóttur
Hjálmars Jónssonar skálds frá Bólu. Þau eignuðust Jressi börn:
Bjarna póstafgreiðslumann og Ingibjörgu, er búa bæði með móður
sinni. Páll átti gott heimili og komst vel af. Páll var hið mesta snyrti-
menni, grandvar maður til orðs og æðis. Hann var verkhagur, bók-
hneigður og trúmaður, er lagði sig eigi eftir að vera annað en hann
var í raun og veru. Hann var maður hógvær og vel látinn.
Vilborg Guðmundsdóttir, ekkja frá Miðgili í Langadal, andaðist
14. marz. Hún var fædd 29. sept. 1885 á Síðu í Engihlíðarhreppi.
Voru foreldrar hennar Guðmundur Einarsson bóndi og kona hans
Ingibjörg Stefánsdóttir er bjuggu lengst af í Engihlíð.
Vilborg gekk í Kvennskólann á Blönduósi, lærði síðan karlmanna-
fatasaum í Reykjavík. Hún var kona velvirk og bar með sér góða