Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 155
HÚNAVAKA
153
menningu. Hún var hlýleg í framgöngu og fór vel með hlutina. Ar-
ið 1920 giftist hún Árna Guðmundssyni frá Miðgili og bjuggu þau
þar til 1948, er þau fluttu til Höfðakaupstaðar. Þau eignuðust þessi
börn: Guðrúnu búsetta í Hafnarfirði, Ingibjörgu á Selfossi, Elísa-
betu í Höfðakaupstað og Onnu á Blönduósi. Þeim hjónum Arna og
Vilborgu búnaðist vel á Miðgili og voru vel látin.
Ingibjörg Þorjinnsdóttir, ekkja í Tilraun á Blönduósi, andaðist
15. marz. Hún var fædd 29. maí 1892 að Fremstagili. Voru foreldrar
hennar Þorfinnur Jónatansson frá Flögu í Hörgárdal og kona hans
Kristín Davíðsdóttir frá Sneis. Ingibjörg var myndarkona er sópaði
að. Hún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi, og fór síðan til Reykja-
víkur og vann á klæðskeraverkstæði. Ingibjörg skrifaði góða hönd og
átti létt með að stíla. Hún var trygglynd og hjartahlý og var dugleg
til allra verka. Ingibjörg var lengst af heilsuhraust, hún var félags-
kona góð og starfaði mikið í kvenfélaginu á Blönduósi. Hún giftist
16. júní 1913 Bjarna Bjarnasyni frá Illugastöðum í Laxárdal. Þau
bjuggu í Glaumbæ, en fluttust til Blönduóss 1918. Biirn þeirra eru:
Þorfinnur sveitarstjóri í Höfðakaupstað, Kristín og Hulda, sem bú-
settar eru á Blönduósi, en andaðir eru Bjarni í bernsku, og Bjarni
er andaðist á bezta aldri, mikill efnismaður.
Sr. Pétur Þ. Jngjuldsson.
Benedikt Bjarni Björnsson Blöndal var fæddur að Breiðabólstað
í Sveinsstaðahreppi 18. marz 1887. Foreldrar hans voru þau merkis-
hjónin Björn Benediktsson Blöndal og Gróa Guðrún Bjarnadóttir.
Stóðu að honum mjög merkar ættir á báða vegu. Föðurfaðir hans
var Benedikt Blöndal bóndi og umboðsmaður í Hvammi, sonur
hins kunna og röggsama yfirvalds Húnvetninga, Björns Blöndals
sýslumanns. Móðir Benedikts, Gróa, var dóttir séra Bjarna Sigvalda-
sonar frá Stað í Steingrímsfirði. Var sr. Sigvaldi prestur í Grímstungu
sonur séra Snæbjarnar, sent þar var einnig prestur, Halldórssonar
biskups á Hólum. Var Gróa móðir Benedikts bráðvel gefin kona,
greind og góðhjörtuð að allra þeirra dómi, sem þekktu hana.
Fárra mánaða gamall missti Benedikt föður sinn, en hann
drukknaði í Hvalfirði á leið til Reykjavíkur 4. ágúst 1887. Fluttist
hann þá nteð móður sinni að Hvammi til afa síns og var þar í G ár.
Keypti þá móðir hans Brúsastaði í Vatnsdal og bjó þar til æviloka.