Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 156
154
HÚNAVAKA
Þegar frá bernskuárum og ávallt síðan bagaði hann mjög mikil
sjóndepra. Var það þungbær raun fyrir þennan greinda og vel gefna
ungling, að geta ekki og mega ekki lesa og læra það, sem hngur hans
stóð til. F.n greindin og bjartsýnin á lífið og tilveruna bætti honum
mikið upp þessa tilfinnanlegu vöntun. Strax og hann gat aldurs
vegna, fór hann að hafa tilsjón með búi móður sinnar, og eftir lát
hennar 1918, hóf hann sjálfur búskap á hálfri jörðinni móti systur
sinni og mági. Árið 1920, 7. júlí, kvæntist hann Sveinbjörgu Jóns-
dóttur Helgasonar frá Blönduósi. Var það honum mikilvægt og
lieillaríkt gæfuspor. Það mundi hafa verið afar erfitt fyrir hann að
annast um búsýslu áratug eftir áratug og komast vel af, ef hann
hefði ekki haft svo styrka stoð sér við hlið. Hann átti að sjálfsögðu
erfitt með flest bústörf vegna sjónleysisins, þó vann hann við hey-
þurrk og hirti lengst af eitthvað af skepnum. Sérstaklega voru hest-
ar hans uppáhaldsgripir. Átti hann ýmsa góða reiðliesta. Var undra-
vert, hversu vel honum gekk að komast leiðar sinnar á þeim. Fór
hann þá stnndum greitt yfir og svo, að sumum fannst hann jafnvel
fara glannalega. En kjarkurinn var mikill og óbilandi. Hann var
lífsglaður, ræðinn og skemmtilegur í allri umgengni og æðraðist
aldrei, þótt móti blési.
Þau hjónin eignuðust eina dóttnr, Ragnheiði Blöndal, sem ni'i
býr á Brúsastöðum, gift Lárusi Konráðssyni. Er hún hin efnilegasta
kona, vel gefin og greind.
Síðustu árin var heilsa Benedikts mjög tekin að bila og var hann
þá tíma og tíma á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Andaðist hann þar
8. júlí og var jarðsettur að Undirfelli.
Guðrún Guðbrandsdóttir fyrrv. húsfrú í Sunnuhlíð var fædd að
Svangrund í Engihlíðarhreppi 24. marz 1883. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Guðbrandur Guðlaugsson og Sigríður Jónsdóttir, sem
um þetta leyti bjuggu í Svangrund. Sigríðnr mun hafa verið ættuð
úr Vindhælishreppi. Guðlangur föðurfaðir Guðrúnar var Jóelsson,
dugnaðar maður og drengur góður að sögn, giftur Ragnhildi
Brandsdóttur frá Skörðugili í Skagafirði. Var Guðbrandur bróðir
Sigurlaugar í Hvammi, móður Guðjóns bónda á Marðarnúpi og
þeirra systkina. Sigríður varð skammlíf, dó er hún var 38 ára gömul,
23. september 1884, og var Guðrún þá á öðru ári. Fylgdist hún með
föður sínum fyrstu árin og varð snemma að fara að vinna, er aldur