Húnavaka - 01.05.1969, Page 158
156
HÚNAVAKA
rriikil myndarbörn, eins og þau eiga kyn til. Guðrún var mesta
myndarkona bæði í sjón og raun, dugnaðarforkur, vel verki farin,
gestrisin með afbrigðum, hreinskiptin í allri framgöngu og mikill
vinur vina sinna. Síðustu árin var heilsan á þrotum. Hún andaðist
á Héraðshælinu á Blönduósi 13. september.
Þorst. B. Gislason.
Þuriður Sigurðardóttir, Litlu-Giljá: Hennar er minnzt annars
staðar í ritinu.
Guðmundur Jóhannes Jónsson var fæddur 4. ntarz árið 1904 á
Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Gróa Jónsdóttir frá Auðólfs-
stöðum og Jón Pálmason frá Æsustöðum í Langadal, þá búsett á
Akureyri, þar sem faðir hans stundaði verzlunarstörf um skeið. Guð-
mundur var tvíburi á móti Jóni Þórarni, sem nú er búsettur á Skaga-
strönd.
Aðeins tveggja ára að aldri missti Guðmundur móður sína, en þá
flutti faðir hans með syni sína tvo að Æsustöðum, þar sem foreldrar
Jóns bjuggu og síðar að Finnstungu, en Jrar ólst Guðmundur upp í
skjóli ömmu sinnar til 10 ára aldurs. Eftir það fluttist hann til föður
síns er hóf búskap að nýju. En árið 1920, er Guðmundur var tvítug-
ur að aldri, fluttist hann að Brandsstöðum til bændahöfðingjans
Jósafats Jónssonar og Guðrúnar Þorfinnsdóttur og var Jrar vinnu-
maður í 18 ár eða Jrar til Jósafat hætti búskap. Síðan dvaldi hann
á ýmsum bæjum hér um slóðir m. a. í Holti á Asum.
Eftir Jretta flutti Guðmundur suður á land og réðist sem vinnu-
maður að Vífilsstöðum til Björns Konráðssonar ráðsmanns og konu
hans, er hann jafnan mat mikils. Þar dvaldi hann um nokkurra ára
skeið og ávann sér traust og virðingu húsbænda sinna, sakir dugn-
aðar og trúmennsku. Meðan Guðmundur var á Vífilsstöðum fékk
hann snert af slagi og varð aldrei vinnufær upp frá því.
Guðmundur var bókamaður og fróður um marga hluti.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur dvaldi á Héraðshæli Húnvetninga síðustu ár ævi
sinnar eða frá árinu 1961, þar sem hann lézt 2. ágúst 1968.
Soffia Sigurðardóttir var fædd 30. júní árið 1917 að Leifsstöðum
í Svartárdal. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Benediktsson